Geir Ólafsson þarf varla að kynna fyrir landsmönnum. Hann er þjóðþekktur söngvari og tónlistarmaður sem hefur farið ótroðnar slóðir, bæði í tónlistarbransanum og lífinu sjálfu.
Geir Ólafsson þarf varla að kynna fyrir landsmönnum. Hann er þjóðþekktur söngvari og tónlistarmaður sem hefur farið ótroðnar slóðir, bæði í tónlistarbransanum og lífinu sjálfu.
Geir Ólafsson þarf varla að kynna fyrir landsmönnum. Hann er þjóðþekktur söngvari og tónlistarmaður sem hefur farið ótroðnar slóðir, bæði í tónlistarbransanum og lífinu sjálfu.
Geir er gestur Ásthildar Hannesdóttur í Dagmálum. Þar fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars tilurð jólalagsins Jólamavurinn sem gerði allt vitlaust í Færeyjum fyrir rúmlega 15 árum síðan.
Líkt og frægt er orðið gaf Geir Færeyingum jólalagið Jólamavurinn í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi árið 2008 sem þakklætisvott fyrir góðvild þeirra í garð Íslendinga á erfiðum tímum.
„Ég á eitt frægasta jólalag allra tíma í Færeyjum, Jólamavurinn, sem ég ásamt félögum mínum gáfum Færeyingum árið 2008 þegar hér var sú fræga fjármálakreppa. Mér fannst það svo fallegt að Færeyingum að hafa hjálpað okkur þegar þeir létu okkur hafa 20 milljón dollara sem þeir voru ekki að lána okkur heldur gefa okkur. Þetta voru náttúrulega peningar skattgreiðenda svo mér fannst það segja mikið um Færeyinga. Mér fannst við hæfi að gefa þeim að minnsta kosti einhvern þakklætisvott,“ lýsir Geir.
Núna er lagið órjúfanlegur hluti af jólahátíð Færeyinga og fær þar að hljóma á öllum helstu útvarpsstöðvum hver jól.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var staddur þarna um daginn hvað ég er stór stjarna þarna í Færeyjum út af þessu lagi,“ segir Geir og hlær.
„Það var sagt við mig að jólin byrjuðu ekki í Færeyjum fyrr en fólk væri búið að heyra Jólamavaurinn,“ segir Geir sem virðist hringja inn jólahátíð Færeyinga ár hvert og kveðst hann vera þakklátur og snortinn yfir viðbrögðum færeysku þjóðarinnar við laginu.
„Það er gaman að gera eitthvað sem hittir í mark og fólk man eftir.“
Í ár ákvað Geir að setja lagið í nýjan búning og endurútgefa það fyrir nýjar og komandi kynslóðir. Þá var einnig tekið upp stórskemmtilegt tónlistarmyndband við lagið í Færeyjum á dögunum sem Geir vonast eftir að geta deilt með samlöndum sínum á allra næstu dögum.
Ný útgáfa lagsins var frumflutt í Færeyjum um liðna helgi við mikinn fögnuð Færeyinga sem halda mikið upp á Geir sem sömuleiðis ber Færeyingum söguna vel.
„Færeyingar eru ofboðslega gott fólk og ég hafði virkilega gaman af því að koma þarna aftur og sjá og hitta þetta yndislega fólk allt saman.“