Halla skein eins og sólin í 41.980 kr. jakka

Fatastíllinn | 2. desember 2024

Halla skein eins og sólin í 41.980 kr. jakka

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur átt annasaman dag á Bessastöðum þar sem formenn stjórnmálaflokkana hafa komið á fund hennar vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningarnar sem fram fóru á laugardaginn. 

Halla skein eins og sólin í 41.980 kr. jakka

Fatastíllinn | 2. desember 2024

Halla Tómasdóttir klæddist jakka frá Rofa í dag á Bessastöðum.
Halla Tómasdóttir klæddist jakka frá Rofa í dag á Bessastöðum. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur átt annasaman dag á Bessastöðum þar sem formenn stjórnmálaflokkana hafa komið á fund hennar vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningarnar sem fram fóru á laugardaginn. 

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur átt annasaman dag á Bessastöðum þar sem formenn stjórnmálaflokkana hafa komið á fund hennar vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningarnar sem fram fóru á laugardaginn. 

Halla var fín í tauinu þegar hún tók á móti mannskapnum og skartaði ljósum jakka með gulltölum, standkraga og spælum á öxlum. Undir jakkanum var hún í blúndubol og með hangandi perlueyrnalokka í eyrunum. Hún klæddist svörtum buxum við ljósa jakkann. 

Hárið var vel klippt en Halla fer reglulega í klippingu og litun hjá Svavari Erni Svavarssyni hárgreiðslumeistara á Senter hárgreiðslustofunni. 

65% pólýester og 35% ull

Jakkinn sem Halla klæddist í dag kemur frá versluninni Hjá Hrafnhildi. Hann er frá Rofa og er úr 65% pólýseter og 35% ull.

Jakkinn er til í tveimur litum, þessum ljósa sem Halla klæddist í dag og í svörtu. Jakkinn kostar 41.980 kr. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Halla fellur fyrir jakka frá þessu merki því bleiki jakkinn sem hún klæddist í kappræðunum á Rúv í vor var frá sama merki. 

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Halla Tómasdóttir, foresti Íslands, á …
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Halla Tómasdóttir, foresti Íslands, á Bessastöðum. mbl.is/Eyþór
Bjarni Benediktsson og Halla Tómasdóttir.
Bjarni Benediktsson og Halla Tómasdóttir. mbl.is/Eythor Arnason
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mætti í ljósum jakka á fund Höllu …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mætti í ljósum jakka á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands vegna stjórnarmyndundunar sem eru framundan. mbl.is/Eyþór Árnason
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Halla Tómasdóttir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Halla Tómasdóttir. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir
Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fór á fund Höllu.
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fór á fund Höllu. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir
mbl.is