„Skrifuð mögulega með þá von í brjósti að hún geti orðið einhverjum til hjálpar“

Bókaland | 19. desember 2024

„Skrifuð mögulega með þá von í brjósti að hún geti orðið einhverjum til hjálpar“

Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir segir frá nýjustu bók sinni Skálds saga. Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað? Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi.

„Skrifuð mögulega með þá von í brjósti að hún geti orðið einhverjum til hjálpar“

Bókaland | 19. desember 2024

Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir segir frá nýjustu bók sinni Skálds saga. Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað? Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi.

Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir segir frá nýjustu bók sinni Skálds saga. Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað? Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi.

Steinunn  hefur á löngum ferli sent frá sér vinsælar skáldsögur, ljóð, leikrit og sannsögur, en hér er hún á nýjum slóðum og segir á einstakan hátt frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu, lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir.

Hún sýnir inn í vinnuherbergin og hugarfylgsnin og dregur upp myndir af harðri glímu sinni við form og stíl, persónur og sögusvið, ytri aðstæður og innri hindranir. Um leið lýsir hún umhverfi, atvikum og lífsreynslu sem hafa kveikt neistann og hvatt hana til dáða.

Allt þetta kryddar Steinunn með húmor, þekkingu og ærslafullum stíl sem enginn leikur eftir. Fyrir seinustu skáldsögu sína, Ból, fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin.

„Meira og minna allt sem ég skrifa kemur frá ljóðinu.“

„Skrifuð mögulega með þá von í brjósti að hún geti orðið einhverjum til hjálpar sem er að skrifa eða langar til að skrifa,“ segir Steinunn. 

mbl.is