Fyrrum Love Island-stjarnan og áhrifavaldurinn Molly-Mae Hague mun brátt stíga fram og segja sína eigin sögu í heimildarþáttum sem munu nefnast Behind It All.
Fyrrum Love Island-stjarnan og áhrifavaldurinn Molly-Mae Hague mun brátt stíga fram og segja sína eigin sögu í heimildarþáttum sem munu nefnast Behind It All.
Fyrrum Love Island-stjarnan og áhrifavaldurinn Molly-Mae Hague mun brátt stíga fram og segja sína eigin sögu í heimildarþáttum sem munu nefnast Behind It All.
Molly-Mae, sem er einn vinsælasti áhrifavaldur Bretlands, hefur lengi deilt persónulegum augnablikum úr lífi sínu á samfélagsmiðlum. Í heimildarþáttunum lofar hún að varpa ljósi á atburðarásina sem leiddi til sambandslita hennar við hnefaleikakappann Tommy Fury, sem hún var í sambandi með í fimm ár.
Heimildarþættirnir hefa nú þegar vakið mikla eftirvæntingu, enda hafa sambandsslit þeirra leitt til mikilla vangaveltna og orðróma. Hague og Fury, sem kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island, staðfestu sambandsslitin síðastliðið sumar á Instagram.
Molly-Mae hefur hingað til haldið sig til hlés varðandi sögusagnir um meintan orðróma um framhjáhald sem tengjast Fury og ástæðunum fyrir sambandsslitunum. Í yfirlýsingu sinni eftir slit þeirra sagðist hún aldrei hafa ímyndað sér að saga þeirra myndi enda á þennan hátt, og hafa margir túlkað það sem vísbendingu um að sambandsslitin hafi komið henni að óvörum.
Hague mun fara í saumana á því sem raunverulega gerðist og hvernig hún hefur unnið sig í gegnum þessa erfiðu tíma sem einstæð móðir dóttur þeirra, Bambi.
„Þetta verður í fyrsta skipti sem ég opna mig að fullu,“ segir Hague í tilkynningu um þættina.
Þrátt fyrir áskoranir hefur Molly-Mae haldið áfram að byggja upp feril sinn sem áhrifavaldur og frumkvöðull. Hún hefur meðal annars unnið að því að þróa nýjar vörulínur og deilt innsýn í móðurhlutverkið með fylgjendum sínum.
Fyrsti þáttur verður frumsýndur 17. janúar og hægt er að búast við því að hann vaki gríðarlega athygli hjá aðdáendum.
Hér að neðan má sjá TikTok frá Prime Video UK sem inniheldur stiklu úr heimildarmyndinni.