Jökull Júlíusson, söngvarinn í hljómsveitinni Kaleo, hélt Rauðu jólin hátíðleg í Hlégarði 19. desember. Hugmyndin að Rauðu jólunum spratt upp útfrá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum.
Jökull Júlíusson, söngvarinn í hljómsveitinni Kaleo, hélt Rauðu jólin hátíðleg í Hlégarði 19. desember. Hugmyndin að Rauðu jólunum spratt upp útfrá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum.
Jökull Júlíusson, söngvarinn í hljómsveitinni Kaleo, hélt Rauðu jólin hátíðleg í Hlégarði 19. desember. Hugmyndin að Rauðu jólunum spratt upp útfrá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum.
„Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull.
Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir upp.
„Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og einnig samstarfi mínu við Kalda og Þráinn á ÓX/Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við:
„Við vildum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.”
Svo voru ýmis skemmtiatriði, m.a. mættu Elín Ey og Júníus Meyvant til að taka lagið fyrir gesti, ásamt Jökli.
„Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta ennþá lengra á næsta ári,“ segir Jökull og þakkar Hilmari Gunnarssyni, sem gefur út Mosfelling, fyrir aðstoðina og umgjörðina.