„Ég eignaðist dóttur fyrir rúmum fjórum árum og það breytti mjög miklu varðandi lífið allt“

Jóla jóla ... | 24. desember 2024

„Ég eignaðist dóttur fyrir rúmum fjórum árum og það breytti mjög miklu varðandi lífið allt“

Jólahátíðin er ekkert flókin fyrir Aðalbjörn Tryggvason, söngvara og gítarleikara Sólstafa.
Hann á sér engar sérstakar hefðir og vill helst fá að fljóta með hvað þær varðar. Hátíðarnar einkenndust áður fyrr af partístandi en það hefur heldur betur orðið viðsnúningur þar á. Það sem skiptir máli í dag er að upplifa gleðina með dóttur sinni og kannski fá eins og eitt
stykki Gibson Flying V gítar í jólagjöf.

„Ég eignaðist dóttur fyrir rúmum fjórum árum og það breytti mjög miklu varðandi lífið allt“

Jóla jóla ... | 24. desember 2024

Addi segist blessunarlega laus við allar jólahefðir.
Addi segist blessunarlega laus við allar jólahefðir. Ljósmynd/Aðsend

Jólahátíðin er ekkert flókin fyrir Aðalbjörn Tryggvason, söngvara og gítarleikara Sólstafa.
Hann á sér engar sérstakar hefðir og vill helst fá að fljóta með hvað þær varðar. Hátíðarnar einkenndust áður fyrr af partístandi en það hefur heldur betur orðið viðsnúningur þar á. Það sem skiptir máli í dag er að upplifa gleðina með dóttur sinni og kannski fá eins og eitt
stykki Gibson Flying V gítar í jólagjöf.

Jólahátíðin er ekkert flókin fyrir Aðalbjörn Tryggvason, söngvara og gítarleikara Sólstafa.
Hann á sér engar sérstakar hefðir og vill helst fá að fljóta með hvað þær varðar. Hátíðarnar einkenndust áður fyrr af partístandi en það hefur heldur betur orðið viðsnúningur þar á. Það sem skiptir máli í dag er að upplifa gleðina með dóttur sinni og kannski fá eins og eitt
stykki Gibson Flying V gítar í jólagjöf.

Aðalbjörn Tryggvason, eða Addi í Sólstöfum eins og flestir þekkja hann, er á Evróputúr þegar næst á hann. Addi er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Sólstafa og hefur verið það síðan árið 1995. Hann starfar í fullu starfi sem tónlistarmaður og var hljómsveitin nýverið að gefa út áttundu plötuna sína Hin helga kvöl á vegum þýska plötufyrirtækisins Century Media og fylgja henni nú eftir með tónleikum víða um Evrópu.

„Ég eignaðist dóttur fyrir rúmum fjórum árum og það breytti mjög miklu varðandi lífið allt, meira en mig hefði nokkurn tíma getað grunað,“ svarar Addi þegar hann er spurður hvort föðurhlutverkið hafi breytt jólahaldinu hjá honum. „Ég veit fátt skemmtilegra en pabbahlutverkið.“

Addi sleit barnsskónum í Holtahverfi á Ísafirði en segir sjálfur að hann hafi nánast alist upp í Gamla Bakaríinu og inni í Tunguskógi. „Við fluttum suður 1987 en ég hef alla tíð mikið farið vestur, á snjóbretti á veturnar eða í frí á sumrin,“ og bætir hann við að af öllum stöðum í heiminum kunni hann best við sig á Ísafirði.

Hér mundar Addi gítarinn á tónleikum hljómsveitarinnar í Brussel.
Hér mundar Addi gítarinn á tónleikum hljómsveitarinnar í Brussel. Ljósmynd/Romain Ballez

Veit alveg hvað hann langar í

Hann segist ekki hafa verið meira jólabarn en hvert annað barn. „Það stendur upp úr í minningunni frá jólum að keyra Bústaðaveginn á leið til ömmu og afa í Brúnalandinu, orðin of sein að hlusta á messuna í útvarpinu,“ og á Addi við messuna á Rás 1 sem byrjar ávallt klukkan sex á aðfangadag þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. „Annars hefur fjölskyldan mín alltaf verið mjög frjálsynd varðandi allar jólahefðar.“

Spurður um hvort hann hafi skapað sínar eigin jólahefðir eða haldið í eitthvað frá æskunni, eins og að hlusta á messuna, segir Addi: „Nei, ég hef blessunarlega notið þeirrar gæfu að vera nokkurs konar farþegi varðandi jólahefðir og tek bara því sem í boði er varðandi mat eða venjur.“

Addi bætir því við að lengi vel var hann alltaf þunnur um jólin og jafnvel hafi það verið eina jólahefðin hans snemma á fullorðinsárunum, að halda partý á frídögunum yfir hátíðarnar fyrir þá sem voru barn- og makalausir. „Partýið samanstóð af tónlist eins og No Presents for Chrismass með King Diamond og íslensku brennivíni.“

Það horfir öðruvísi við í dag enda föðurhlutverkið í fyrsta sæti og kemst fátt annað að. „Þetta eru fjórðu jólin hennar [dóttur hans] í ár og það verður sífellt skemmtilegra að fylgjast með henni skríkja af kæti við að opna pakkana.“

Þeir fullorðnu fá víst einnig pakka og að lokum spyr blaðamaður hvað Adda langi helst í jólagjöf og stendur ekki á svörum: „Gibson Flying V gítar eða bara ullarsokka frá Farmers Market.“

Addi getur eflaust nýtt góða ullarsokka til útverunnar sem hann …
Addi getur eflaust nýtt góða ullarsokka til útverunnar sem hann stundar reglulega. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is