Birni Inga Hrafnssyni er margt til lista lagt. Hann er íslenskur fjölmiðlamaður, rithöfundur og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, svo fátt eitt sé nefnt.
Birni Inga Hrafnssyni er margt til lista lagt. Hann er íslenskur fjölmiðlamaður, rithöfundur og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, svo fátt eitt sé nefnt.
Birni Inga Hrafnssyni er margt til lista lagt. Hann er íslenskur fjölmiðlamaður, rithöfundur og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, svo fátt eitt sé nefnt.
Björn Ingi hefur nú bætt nýjum titli á ferilskrána sína, leikari, en hann fer með smáhlutverk í Marvel-kvikmyndinni, Kraven the Hunter, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar þeim Aaron Taylor-Johnson og Russell Crowe í aðalhlutverkum.
Hann greindi frá hlutverki sínu í kvikmyndinni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.
„Hollywood er magnað fyrirbæri. Fyrir tæpum þremur árum fékk ég óvænt tækifæri gegnum Eskimo og True North til að skreppa norður í land í tvo daga og bregða mér í hlutverk rússnesks fangavarðar í væntanlegri stórmynd Marvel. Allt mjög mikið leyniverkefni og fjölmennt tökulið við Mývatn, en nú er búið að frumsýna Kraven the Hunter og mínar sekúndur voru ódauðlegar á hvíta tjaldinu auk þess sem ég fékk að segja eitt stykki: Nyet. Þessi ferill er klárlega bara rétt að byrja,“ skrifar hann við færsluna.