Instagram: Einstæða Hafdís tekur eitt skref í einu

Instagram | 30. desember 2024

Instagram: Einstæða Hafdís tekur eitt skref í einu

Jólaandinn var ríkjandi á Instagram í vikunni. Leikarinn Darri kom til Íslands frá Hollywood, Hafdís Björg tekur eitt skref í einu og Sara Snædís heilsudrottning varð innlyska vegna veðurs. Rúrik stillti sér upp við seríuskreytt tré í brúnum jakkafötum og Sunneva Eir klæddi sig upp í fjaðratopp.

Instagram: Einstæða Hafdís tekur eitt skref í einu

Instagram | 30. desember 2024

Það var mikið um glamúr á Instagram í vikunni.
Það var mikið um glamúr á Instagram í vikunni. Samsett mynd

Jólaandinn var ríkjandi á Instagram í vikunni. Leikarinn Darri kom til Íslands frá Hollywood, Hafdís Björg tekur eitt skref í einu og Sara Snædís heilsudrottning varð innlyska vegna veðurs. Rúrik stillti sér upp við seríuskreytt tré í brúnum jakkafötum og Sunneva Eir klæddi sig upp í fjaðratopp.

Jólaandinn var ríkjandi á Instagram í vikunni. Leikarinn Darri kom til Íslands frá Hollywood, Hafdís Björg tekur eitt skref í einu og Sara Snædís heilsudrottning varð innlyska vegna veðurs. Rúrik stillti sér upp við seríuskreytt tré í brúnum jakkafötum og Sunneva Eir klæddi sig upp í fjaðratopp.

Arnmundur Ernst leikari deildi fallegum brúðkaupsmyndum.

Héldu jólin á Íslandi!

Darri Ingólfsson leikari sem búsettur er í Los Angeles varði jólunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. 

Eitt skref í einu!

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari klæddi sig upp á og greindi fylgjendum á félagsmiðlum frá því að hún tæki eitt skref í einu en á dögunum slitnaði upp úr sambandi hennar og Kleina, Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar. 

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Góð stemning!

Friðþóra Sigurjónsdóttir naut hátíðanna með sínum allra besta Patrik Snæ Atlasyni.  

„Dagurinn var fullkominn í alla staði“

Listap­arið Arn­mund­ur Ernst Backm­an og Ell­en Mar­grét Bæhrenz lét pússa sig sam­an við fal­lega at­höfn þann 21. desember síðastliðinn. Hjónin gáfu fylgjendum sínum innsýn í brúðkaupsdaginn með fallegri myndaseríu.

Töffari!

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir, plötu­snúður og blaðamaður, kann sko að klæða af sér kuldann með stæl.

Glæsileg!

Tara Sif Birg­is­dótt­ir, fasteignasali og dansari, var meðal gesta í brúðkaupi Dóru Júlíu Agnarsdóttur og Báru Guðmundsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði, um helgina. 

Flott fjölskylda!

Leik- og tónlistarkonan, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og sambýlismaður hennar, leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson, héldu jólin hátíðleg. 

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Skreyttur með gulli!

Raun­veru­leika­stjarn­an Pat­rek­ur Jaime var vægast sagt áramótalegur í tökuveri Kviss.

Sæt og fín!

Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, klæddist sínu fínasta pússi á aðfangadag.

Það styttist!

Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir, at­hafna­kona og sam­fé­lags­miðlastjarna, leyfði óléttukúlunni að njóta sín í glæsilegum kjól.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Jólastemning!

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og IceGuys-stjarnan, Rúrik Gíslason, gaf smá innsýn í jólahaldið.

Afhenti Loga lyklana!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kvaddi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nú á dögunum og afhenti Loga Má Einarssyni lyklana. 

Falleg feðginastund!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir birti skemmtilega myndaseríu frá lokajólatónleikum föður síns, söngvarans Björgvins Halldórssonar.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Í hátíðaskapi!

Magnús Geir Þórðarson birti mynd af sér og forsetahjónunum á frumsýningu Yermu í Þjóðleikhúsinu sem fram fór annan í jólum. 

Veðurteppt í sveitinni!

Heilsudrottningin Sara Snædís Ólafsdóttir átti yndisleg jól með fjölskyldu sinni. Ætluðu þau að vera komin heim í tæka tíð en urðu innlyksa vegna veðurs. 

View this post on Instagram

A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis)

Tískan á Akranesi!

Tískudrottningin Sigríður Margrét Ágústsdótir varði jólafríinu á Akranesi og naut sín vel í snjónum.

mbl.is