Gummi kíró í teiti hjá Höllu og ást í Hörpu

Hverjir voru hvar | 31. desember 2024

Gummi kíró í teiti hjá Höllu og ást í Hörpu

Landsmenn lifðu fjörugu félagslífi og skemmtu sér eins og enginn væri morgundagurinn. Björk Eiðsdóttir fagnaði 50 ára afmæli og það gerði Sigríður Hrund Pétursdóttir líka fyrr á árinu og tilkynnti í veislunni að hún væri á leiðinni í forsetaframboð. Svo var það Edda Björk sem skein skært á þorrablóti Grafarvogs. Halla Tómasdóttir bauð í fjölmörg teiti meðan á hennar kosningabaráttu stóð en eitt eftirminnilegasta teitið var þegar hún fékk Gumma kíró og fleiri til að hjálpa sér að ná í atkvæði.

Gummi kíró í teiti hjá Höllu og ást í Hörpu

Hverjir voru hvar | 31. desember 2024

Samsett mynd

Landsmenn lifðu fjörugu félagslífi og skemmtu sér eins og enginn væri morgundagurinn. Björk Eiðsdóttir fagnaði 50 ára afmæli og það gerði Sigríður Hrund Pétursdóttir líka fyrr á árinu og tilkynnti í veislunni að hún væri á leiðinni í forsetaframboð. Svo var það Edda Björk sem skein skært á þorrablóti Grafarvogs. Halla Tómasdóttir bauð í fjölmörg teiti meðan á hennar kosningabaráttu stóð en eitt eftirminnilegasta teitið var þegar hún fékk Gumma kíró og fleiri til að hjálpa sér að ná í atkvæði.

Landsmenn lifðu fjörugu félagslífi og skemmtu sér eins og enginn væri morgundagurinn. Björk Eiðsdóttir fagnaði 50 ára afmæli og það gerði Sigríður Hrund Pétursdóttir líka fyrr á árinu og tilkynnti í veislunni að hún væri á leiðinni í forsetaframboð. Svo var það Edda Björk sem skein skært á þorrablóti Grafarvogs. Halla Tómasdóttir bauð í fjölmörg teiti meðan á hennar kosningabaráttu stóð en eitt eftirminnilegasta teitið var þegar hún fékk Gumma kíró og fleiri til að hjálpa sér að ná í atkvæði.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid geisluðu í Hörpu.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid geisluðu í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástfangin í Hörpu

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, og Eliza Reid fóru á tónleika með Víkingi Heiðari Ólafssyni í Hörpu.

Hér er Edda Björk í góðum gír á þorrablóti Grafarvogs. …
Hér er Edda Björk í góðum gír á þorrablóti Grafarvogs. Ekki er félagsskapurinn síðri. Ljósmynd/Viktor Richardsson

Edda Björk skein skært á þorrablóti

Svo var það Edda Björk Arnardóttir sem mætti á þorrablót Grafarvogs eftir að hafa verið
framseld til Noregs vegna forsjárdeilu við fyrri maka. Þessi innkoma Eddu Bjarkar inn í íslensk félagslíf vakti mikla athygli og var ein af mest lesnu fréttunum á Smartlandi.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður stal senunni.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður stal senunni. Morgunblaðið/Eggert

Vilhjálmur H. stal senunni með glans

Lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson mætti í Gucci-leðurjakkanum sínum á þorrablót
Stjörnunnar sem fram fór í janúar. Við jakkann var hann með stór og bústin Tom Ford gleraugu sem hann notaði mikið á árinu, bæði í einkalífi og starfi.

Hildur Hafstein, Nína Dögg Filippusdóttir, Björk Eiðsdóttir, Selma Björnsdóttir og …
Hildur Hafstein, Nína Dögg Filippusdóttir, Björk Eiðsdóttir, Selma Björnsdóttir og Birna Björnsdóttir. Ljósmynd/Eygló

Björk fagnaði 50 ára afmæli með garðveislu

Björk Eiðsdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar, fagnaði 50 ára afmæli sínu
13. september og sló upp geggjaðri garðveislu. Karl Ægir Karlsson, sambýlismaður Bjarkar, var veislustjóri í afmælinu en boðið var upp á paellu og óendanlegt stuð.

Liv Bergþórsdóttir, Helga Sóley Ásgeirsdóttir, Unnur Steinsson og Unnur Birna …
Liv Bergþórsdóttir, Helga Sóley Ásgeirsdóttir, Unnur Steinsson og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Mæðgurnar farðalausar í húðvöruteiti 

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir lögmaður og móðir hennar, Unnur Steinsson, settu sig í fyrirsætustellingar þegar Bioeffect kynnti andlitshreinsinn Facial Cleanser.

Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, Marín Magnúsdóttir, Halla Tómasdóttir, Guðmundur Birkir Pálmason …
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, Marín Magnúsdóttir, Halla Tómasdóttir, Guðmundur Birkir Pálmason og Hanna Stína Ólafsdóttir voru í miklu stuði á þessari kosningagleði.

Allt á útopnu hjá Höllu T.

Halla Tómasdóttir fékk Guðmund Birki Pálmason, Gumma kíró, og fleiri til að halda partí
á kosningaskrifstofu sinni við Laugaveg. Á þessum tíma leit alls ekki út fyrir að hún myndi
vinna forsetakosningarnar en svo fór engu að síður.

Inga Tinna Sigurðardóttir og Logi Geirsson ásamt börnunum hans; Júlíu …
Inga Tinna Sigurðardóttir og Logi Geirsson ásamt börnunum hans; Júlíu Logadóttur og Vilberg Logasyni.

Inga Tinna og Logi Geirs mættu meö börnin í partí

Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout og Logi Geirsson handboltastjarna mættu með börnin hans tvö í teiti niður í Fákafenþegar nýr Pure deli-veitingastaður var opnaður.

Hjónin Baldur Ingvarsson og Sigríður Hrund Pétursdóttir voru glæsileg í …
Hjónin Baldur Ingvarsson og Sigríður Hrund Pétursdóttir voru glæsileg í 50 ára afmæli hennar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bauð í 50 ára afmæli og tilkynnti forsetaframboð sem rann út í sandinn

FKA-konan Sigríður Hrund Pétursdóttir bauð í glæsilegt afmæli á Kjarvalsstöðum í byrjun árs og tilkynnti forsetaframboð í leiðinni. Ekkert var til sparað í afmælisveislunni en því miður
þurfti hún að draga framboð sitt til baka þegar leið á kosningabaráttuna.

Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir og Sigurjón Kjartansson voru ástfangin á frumsýningu …
Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir og Sigurjón Kjartansson voru ástfangin á frumsýningu Fullt hús.

Ástfangin á frumsýningu

Hjónin Sigurjón Kjartansson og Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir voru í essinu sínu
þegar þau mættu á frumsýninguna á kvikmyndinni Fullt hús. Um er að ræða kvikmynd sem hann leikstýrði og framleiddi.

mbl.is