Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv-skólans, skellti sér í ævintýraferð til Mexíkó og heimsótti fjölmarga framandi staði.
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv-skólans, skellti sér í ævintýraferð til Mexíkó og heimsótti fjölmarga framandi staði.
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv-skólans, skellti sér í ævintýraferð til Mexíkó og heimsótti fjölmarga framandi staði.
Hún virðist hafa notið dvalarinnar vel ef marka má myndir sem hún deildi á samfélagsmiðlasíðunni Instagram á sunnudag.
Meðal þeirra staða sem hún heimsótti voru Puerto Vallarta, San Pancho, Oaxaca, Agua Blanca og Tierra Blanca.
„Ég elskaði að ferðast um Mexíkó og fékk mikinn innblástur af öllu því frábæra fólki sem ég hitti og áherslu þeirra á tengsl og samfélag. Staðirnir sem ég heimsótti voru alveg hreint ótrúlegir og einstakir. Í sumum þeirra leið mér eins og ég væri á annarri plánetu: Puerto Vallarta, San Pancho, Oaxaca, Agua Blanca, Tierra Blanca, Puerto Escondido og Mexíkóborg.
Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hitti og fyrir allt það sem ég fékk að upplifa: menninguna, matinn, söguna, listina, andlegu málin, náttúruna og alla þessa sérstöku orku. Ég vona að ég fái tækifæri til að snúa aftur fljótlega.
Þýðir í stuttu máli: Mexico er æði!“ skrifaði Dóra á spænsku við myndaseríuna.