Instagram: Hannes verður bara unglegri með árunum

Instagram | 6. janúar 2025

Instagram: Hannes verður bara unglegri með árunum

Vik­an var heldur betur fjör­ug á In­sta­gram!

Instagram: Hannes verður bara unglegri með árunum

Instagram | 6. janúar 2025

Það var margt um að vera á Instagram í síðustu …
Það var margt um að vera á Instagram í síðustu viku. Samsett mynd

Vik­an var heldur betur fjör­ug á In­sta­gram!

Vik­an var heldur betur fjör­ug á In­sta­gram!

Landsmenn fögnuðu nýju ári með stæl eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem varði áramótunum á Copacabana-ströndinni í Brasilíu á meðan aðrir klæddu sig í kuldagallann og fylgdust með flugeldum lýsa upp himininn hér á landi. 

Ástinni var einnig fagnað með glæsibrag en söngvarinn Bjarni Arason hélt upp á 30 ára sambandsafmæli og Katrín Tanja Davíðsdóttir íþróttakona trúlofaðist sínum heittelskaða. 

Sjóðandi heit á Tenerife!

Fegurðardísin Íris Freyja Salguero lifði sínu besta lífi á eyjunni Tenerife ásamt kærastanum og dóttur þeirra. 

Hélt áramótin á Íslandi!

Ásdís Rán Gunnarsdóttir hélt áramótin á Íslandi og birti mynd af börnunum sínum þremur af því tilefni. 

2025 byrjar vel!

Pattra Sriyanonge  er spennt fyrir nýju ári og segir að það byrji mjög vel. 

Saman í 30 ár!

Bjarni Arason söngvari og eiginkona hans, Silja Rut Ragnarsdóttir tanntæknir og söngkona, fögnuðu því að hafa gengið saman veginn í 30 ár. 

Skíði á Hólmsheiði!

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og íþróttakona, fór á gönguskíði. Hvar er betra að njóta þess en á sjálfri Hólmsheiði? 

Nokkrir dagar í Mílanó!

Það er ekkert að því að rifja upp nokkra daga í Mílanó þótt þú sért löngu komin heim úr ferðinni eins og Embla Gabríela Wigum gerði á dögunum. 

Hannes að besta sig!

Hannes Hólmsteinn Gissurarson lifir nú sínu besta lífi en hann varði áramótunum á Copacabana-ströndinni í Brasilíu. Er hægt að byrja nýtt ár eitthvað betur? 

Mætt á klakann!

Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir, at­hafna­kona og sam­fé­lags­miðlastjarna, er stödd hér á landi í heimsókn. Hún kíkti að sjálfsögðu út í snjóinn.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Nóg um að vera!

Söng- og leik­kon­an, Salka Sól Ey­feld, er upptekin kona.

Horfir björtum augum á framtíðina!

Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson er spenntur fyrir komandi tímum.

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

Eldrauð!

Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi, dansari og áhrifavaldur, tók á móti nýju ári með stæl.

Svífur um á bleiku skýi!

Katrín Tanja Davíðsdóttir, íþrótta- og athafnakona, trúlofaðist sínum heittelskaða, Brooks Laich, fyrr­verandi ís­hok­kí­leik­manni, milli jóla og nýárs og sýndi frá bónorðinu.

Huggulegheit!

Katrín Edda Þor­steins­dótt­ir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, nýtur lífsins í fæðingarorlofi.

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Fylgdist með dansi norðurljósanna!

Rúrik Gísla­son, tón­list­armaður, leik­ari og fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður, fylgdist spenntur með dansi norðurljósanna.

Glamúrgella!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir glitraði. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Geggjuð á gönguskíðum!

Hlaupadrottningin Mari Jaersk skellti sér á skíði. 

mbl.is