Samfélagsmiðlar hafa velt vöngum yfir atviki á meðal leikkonunnar Demi Moore og Kardashian-systurinnar Kylie Jenner á Golden Globes-verðlaunahátíðinni. Í stuttu myndskeiði af atvikinu lítur út fyrir að Moore sniðgangi Jenner.
Samfélagsmiðlar hafa velt vöngum yfir atviki á meðal leikkonunnar Demi Moore og Kardashian-systurinnar Kylie Jenner á Golden Globes-verðlaunahátíðinni. Í stuttu myndskeiði af atvikinu lítur út fyrir að Moore sniðgangi Jenner.
Samfélagsmiðlar hafa velt vöngum yfir atviki á meðal leikkonunnar Demi Moore og Kardashian-systurinnar Kylie Jenner á Golden Globes-verðlaunahátíðinni. Í stuttu myndskeiði af atvikinu lítur út fyrir að Moore sniðgangi Jenner.
Moore, sem fékk verðlaun fyrir leik sinn í Substance á hátíðinni, nálgaðist Elle Fanning sem sat við hlið Jenner. Á meðan Moore og Fanning áttu tal saman skaut Jenner inn í: „Til hamingju.“ Moore þakkaði henni stuttaralega fyrir.
Því næst sneri Moore sér að kærasta Jenner, Timothée Chalamet, sem óskaði henni einnig til hamingju. Þá hafði Jenner snúið sér frá og tekið upp símann.
Þessi örskotsstund hefur netverjum þótt einkar vandræðaleg fyrir Jenner og aðrir hafa tekið upp hanskann fyrir Moore.
Athyglisvert þykir að Jenner klæddi sig upp sem Moore í kvikmyndinni Striptease á síðustu hrekkjavöku og setti inn færslu um það á Instagram, sem Moore líkaði við og endurpóstaði tvisvar sinnum.