Skorri Rafn keypti 250 milljóna einbýli með svörtu baðkari

Heimili | 8. janúar 2025

Skorri Rafn keypti 250 milljóna einbýli með svörtu baðkari

Skorri Rafn Rafnsson forstjóri Alva Capital hefur fest kaup á 379.6 fm einbýlishúsi við Blikanes í Arnarnesinu í Garðabæ. Hann er oft kallaður smálánakóngurinn en hann hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann rak Netgíró um tíma en líka vefsíður eins og bland.is, hun.is, sport.is og 433.is en árið 2021 seldi hann Net­gíró til Kviku banka.

Skorri Rafn keypti 250 milljóna einbýli með svörtu baðkari

Heimili | 8. janúar 2025

Skorri Rafn Rafnsson hefur fest kaup á einbýlishúsi í Arnarnesi.
Skorri Rafn Rafnsson hefur fest kaup á einbýlishúsi í Arnarnesi. Samsett mynd

Skorri Rafn Rafnsson forstjóri Alva Capital hefur fest kaup á 379.6 fm einbýlishúsi við Blikanes í Arnarnesinu í Garðabæ. Hann er oft kallaður smálánakóngurinn en hann hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann rak Netgíró um tíma en líka vefsíður eins og bland.is, hun.is, sport.is og 433.is en árið 2021 seldi hann Net­gíró til Kviku banka.

Skorri Rafn Rafnsson forstjóri Alva Capital hefur fest kaup á 379.6 fm einbýlishúsi við Blikanes í Arnarnesinu í Garðabæ. Hann er oft kallaður smálánakóngurinn en hann hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann rak Netgíró um tíma en líka vefsíður eins og bland.is, hun.is, sport.is og 433.is en árið 2021 seldi hann Net­gíró til Kviku banka.

Einbýlishúsið við Blikanes 16 var reist 1966 og hefur verið gert upp af miklum móð síðustu ár. Skorri Rafn keypti húsið af Jóhönnu Bjargeyju Helgadóttur og greiddi 250.000.000 kr. fyrir það. 

Það var búið að vera í um tvö ár á sölu þegar það seldist enSmartland var með ítarlega umfjöllun um það árið 2022 þegar það var auglýst til sölu. Í umfjölluninni kom fram að húsið væri smekklega hannað með dökkum innréttingum í eldhúsi þar sem stór eyja væri til mikils prýðis. 

Hér má sjá hvernig eldhúsið leit út þegar húsið var …
Hér má sjá hvernig eldhúsið leit út þegar húsið var auglýst til sölu.

Stórir gluggar prýða húsið og er það hannað í þeim stíl sem þótti móðins 1966 þegar það var reist. Í húsinu er margt skemmtilegt sem gleður augað eins og til dæmis svart frístandandi baðkar sem er staðsett inni í hjónaherbergi. 

Í október 2023 sagði Smartland frá því að félag Skorra Rafns, Alva Capital, hefði fest kaup á húsi sem áður var sambýli. Félagið greiddi 165.000.000 kr. fyrir húsið og er húsið ennþá í eigu félagsins. Í dag eru sex einstaklingar með lögheimili í húsinu. 

Smartland óskar Skorra Rafni til hamingju með húsið! 

mbl.is