Þarf að tryggja að atkvæði skili sér á kjörstað

Alþingiskosningar 2024 | 14. janúar 2025

Þarf að tryggja að atkvæði skili sér á kjörstað

„Þetta er auðvitað óheppilegt. Fólk skilar sínu atkvæði í utankjörfund undir þeim formerkjum eða að minnsta kosti með þær væntingar að það skili sér á kjörstað,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra um utankjörfundaratkvæðin í Suðvestur- og Norðausturkjördæmum sem misfórust og voru ekki talin með í alþingiskosningunum.

Þarf að tryggja að atkvæði skili sér á kjörstað

Alþingiskosningar 2024 | 14. janúar 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra við komuna á ríkisstjórnarfundinn í morgun.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra við komuna á ríkisstjórnarfundinn í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er auðvitað óheppilegt. Fólk skilar sínu atkvæði í utankjörfund undir þeim formerkjum eða að minnsta kosti með þær væntingar að það skili sér á kjörstað,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra um utankjörfundaratkvæðin í Suðvestur- og Norðausturkjördæmum sem misfórust og voru ekki talin með í alþingiskosningunum.

„Þetta er auðvitað óheppilegt. Fólk skilar sínu atkvæði í utankjörfund undir þeim formerkjum eða að minnsta kosti með þær væntingar að það skili sér á kjörstað,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra um utankjörfundaratkvæðin í Suðvestur- og Norðausturkjördæmum sem misfórust og voru ekki talin með í alþingiskosningunum.

Greint var frá því í gær að 25 utankjörfundaratkvæði hefðu orðið innlyksa á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar 29. nóvember.

Síðar var greint frá að heill kassi með utankjörfundaratkvæðum hefði einnig ekki skilað sér úr Norðausturkjördæmi.

Eitt af því sem Alþingi þarf að skoða

mbl.is náði tali af Kristrúnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og leitaði viðbragða hennar við málinu.

„Við þurfum auðvitað bara að skoða þetta fyrirkomulag og ég held að þetta sé eitt af því sem Alþingi þurfi að skoða eins og þegar önnur álitamál koma upp í tengslum við kosningar. Hvernig við getum tryggt að þetta gerist ekki aftur,“ segir forsætisráðherrann.

Skiptir máli að fólk beri traust

Spurð um næstu skref og hvaða niðurstöður hún sjái fyrir sér í málinu segir hún það ekki sitt að segja á þessum tímapunkti en nefnir að hægt væri að breyta fyrirkomulaginu þegar kemur að utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Það sé eitthvað sem hægt sé að taka fyrir en segir Kristrún að ekki sé tímabært að varpa fram hugmyndum um hvernig sé hægt að breyta fyrirkomulaginu.

„En það skiptir máli að fólk treysti því að atkvæðin skili sér.“

mbl.is