„Ég þekki Snorra mjög vel og mér líst mjög vel á hans upplegg með liðið,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
„Ég þekki Snorra mjög vel og mér líst mjög vel á hans upplegg með liðið,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
„Ég þekki Snorra mjög vel og mér líst mjög vel á hans upplegg með liðið,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
Sigfús, sem er 49 ára gamall, er af mörgum talinn einn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann vann til silfurverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Sigfús spáði í spilin fyrir heimsmeistaramótið í Króatíu, Danmörku og Noregi þar sem Ísland leikur í G-riðli keppninnar ásamt Slóveníu, Grænhöfðaeyjum og Kúbu.
„Hann er að fara á sitt annað stórmót og er búinn að vera með liðið í smá tíma núna,“ sagði Sigfús.
„Það segir sig sjálft að liðin sem vinna stórmótin eru mjög góð í sókn en eru bestu varnarliðin. Þú vinnur einstaka leiki á góðri sókn en þú vinnur stórmót á vörn og markvörslu.
Ef að vörnin er ekki alveg 100 prósent, miðað við hin liðin, þá verðum við að breyta til og gera eitthvað annað,“ sagði Sigfús meðal annars.
Viðtalið við Sigfús í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.