Instagram: Töff í tauinu og topplausir

Instagram | 20. janúar 2025

Instagram: Töff í tauinu og topplausir

Vikan á Instagram var fjörug og lífleg enda hafa landsmenn verið uppteknir við að njóta þessara fyrstu daga ársins. Fjölmargir sóttu í sólina, en meðal þeirra sem lögðu land undir fót eru þeir Rúrik Gíslason, Aron Can, Ólafur Jóhann, Gummi kíró og Patrik Atlason.

Instagram: Töff í tauinu og topplausir

Instagram | 20. janúar 2025

Það var mikið líf og fjör á Instagram.
Það var mikið líf og fjör á Instagram. Samsett mynd

Vikan á Instagram var fjörug og lífleg enda hafa landsmenn verið uppteknir við að njóta þessara fyrstu daga ársins. Fjölmargir sóttu í sólina, en meðal þeirra sem lögðu land undir fót eru þeir Rúrik Gíslason, Aron Can, Ólafur Jóhann, Gummi kíró og Patrik Atlason.

Vikan á Instagram var fjörug og lífleg enda hafa landsmenn verið uppteknir við að njóta þessara fyrstu daga ársins. Fjölmargir sóttu í sólina, en meðal þeirra sem lögðu land undir fót eru þeir Rúrik Gíslason, Aron Can, Ólafur Jóhann, Gummi kíró og Patrik Atlason.

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, titlaði sjálfan sig sem „best klædda þingmanninn“ og Ragna Sigurðardóttir, nýkörinn þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hún eigi von á barni.

Ástfangin á þorrablóti!

Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge og eiginmaður hennar, Theódór Elmar Bjarnason, aðstoðarþjálfari KR, létu sig ekki vanta á þorrablót fótboltafélagsins.

Fögnuðu með ferð til Barselóna!

Ragna Sigurðardóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, á von á barni með sambýlismanni sínum, Árna Steini Viggóssyni, einum stofnanda íslenska sprotafyrirtækisins Kuratech. Parið flaug til Barcelóna til að fagna stækkun fjölskyldunnar.

Frænkusvipur!

Stórsöngkonan Svala Björgvinsdóttir birti skemmtilega mynd af sér með frænku sinni, Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og gleðigjafa.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Árið byrjar vel!

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir gaf fylgjendum sínum innsýn í þessa fyrstu daga ársins á meðan hún telur niður dagana í frumburð hennar og sambýlismanns hennar, Ryan Amor. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Elskar „beige“!

Ljósmyndarinn Kári Sverriss er afar hrifinn af litnum „beige“. 

Skvísulæti!

Félagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir veit að allir góðir dagar byrja á ljúfum kaffibolla.

Golfferð með pabba!

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, skellti sér út í sólina ásamt föður sínum, Gísla Kristóferssyni húsasmíðameistara.

Paradís!

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, sem einnig er þekktur sem Prettyboitjokko, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir, byrjuðu árið í Selva á Ítalíu.

Sleikir sólina á Taílandi!

Tónlistarmaðurinn Aron Can er staddur á Koh Island á Taílandi ásamt fjölskyldu sinni um þessar mundir.

Sældarlíf!

Ólafur Jóhann Steinsson, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður, nýtur lífsins á Maldíveyjum ásamt kærustu sinni, Sigurlaugu Birnu Garðarsdóttur.

Best klæddi þingmaðurinn!

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, leikari og útvarpsmaður, kann sko að klæða sig.

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

Hor og skemmtilegheit!

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir hjá tónlistarkonunni Bríeti Ísis Elfar.

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

Svart og hvítt!

Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, og sambýliskona hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, áttu rómantískt stefnumótakvöld á Ítalíu. 


Sunnudagar orðnir uppáhalds!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir sunnudaga hennar uppáhaldsdaga vegna þáttanna um Vigdísi Finnbogadóttur. 

Í vetrarkápunni!

Áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir klæddi sig upp í alvöru vetrarkápu úr gerviloði og fór í bæinn.

Beðið eftir barni!

Eva Dögg Rúnarsdóttir, stofnandi Rvk Ritual og áhrifavaldur, á von á fjórða barninu á næstu dögum og gaf fylgjendum innsýn í hvernig hún hugsar um sjálfa sig á meðgöngunni.

mbl.is