Er hægt að gera eitthvað annað en að djamma á Tenerife?

Sólarlandaferðir | 23. janúar 2025

Er hægt að gera eitthvað annað en að djamma á Tenerife?

Tenerife er stærsta og fjölmennasta eyjan í Kanarí-eyjaklasanum, þar sem 43% íbúa eyjaklasans eru búsettir. Eyjan er þekkt fyrir milt og fremur svipbrigðalaust veðurfar sem eflaust á þátt í vinsældum hennar meðal Íslendinga. Þótt það rigni af og til þá er ekki hægt að búast við miklum öfgum í veðrinu samanber hérlendis. 

Er hægt að gera eitthvað annað en að djamma á Tenerife?

Sólarlandaferðir | 23. janúar 2025

Það er hægt að gera svo margt annað en að …
Það er hægt að gera svo margt annað en að djamma í sundkút á Tenerife. Getty Images/Unsplash

Tenerife er stærsta og fjölmennasta eyjan í Kanarí-eyjaklasanum, þar sem 43% íbúa eyjaklasans eru búsettir. Eyjan er þekkt fyrir milt og fremur svipbrigðalaust veðurfar sem eflaust á þátt í vinsældum hennar meðal Íslendinga. Þótt það rigni af og til þá er ekki hægt að búast við miklum öfgum í veðrinu samanber hérlendis. 

Tenerife er stærsta og fjölmennasta eyjan í Kanarí-eyjaklasanum, þar sem 43% íbúa eyjaklasans eru búsettir. Eyjan er þekkt fyrir milt og fremur svipbrigðalaust veðurfar sem eflaust á þátt í vinsældum hennar meðal Íslendinga. Þótt það rigni af og til þá er ekki hægt að búast við miklum öfgum í veðrinu samanber hérlendis. 

Það er ekki einungis veðrið sem laðar að heldur er þar að finna fjölbreytta afþreyingu, ásamt fjölbreyttri náttúru með dýrðlegri gróðursæld, eldfjallalandslagi og hvítum ströndum.

Siam Park býður upp á ótrúlega skemmtilega afþreyingu í vatni, …
Siam Park býður upp á ótrúlega skemmtilega afþreyingu í vatni, fjölda rennibrauta fyrir alla aldurshópa og eftirlíkingu af öldugangi í risastórri sundlaug. Skjáskot/Instagram

Loro Parque og Siam Park

Hægt er að kaupa sameinaðan aðgang í garðana tvo sem gildir í tvo daga. Loro Parque er einn eftirsóttasti staðurinn á eyjunni og þekktur fyrir fegurð sína, frábæra aðstöðu og hönnun. Þar er hægt að sjá sýningu háyrninga og páfagauka eða fara í Kinderlandia, spennandi svæði sem ætlað er yngri börnum og minnir á afrískt þorp. 

Seinni daginn er hægt að fara í vatnaveröldina Siam Park. Garðurinn opnaði 2008 og er í dag sagður einn af mikilfenglegri vatna- og skemmtigörðum Evrópu.

Vatnadýragarðurinn Loro Parque.
Vatnadýragarðurinn Loro Parque. Skjáskot/Instagram

Mount Teide

Í Teide-þjóðgarðinum á Tenerife stendur 3.715 metra eldfjallið El Teide upp úr í hrjóstrugu landslaginu. Eldfjallið er hæsti punktur Spánar og hæsti punktur yfir sjávarmáli af eyjum Atlantshafsins. Hægt er að ferðast upp fjallið jafnt á bíl sem og á göngu. Margir ferðamennirnir hafa prófað a.m.k annan kostinn.

Einn af kostum Tenerife er náttúrufegurðin og heiður himinn, oftast nær. Þá er ferð eins og sólarlags- og stjörnuskoðun í þjóðgarðinum tilvalin. Ferðin byrjar á að leyfa mismunandi litum sólarlagsins að grípa augað frá þjóðgarðinum. Síðan er ekið upp í um 2.000 metra hæð en á leiðinni er farið yfir sögu eyjarinnar og eldfjallalandslagið. Í fjarveru ljósmengunar er dáðst að stjörnunum með fararstjóra og öðrum gestum. 

El Teide í öllu sínu veldi. Minnir á íslenskt landslag …
El Teide í öllu sínu veldi. Minnir á íslenskt landslag enda báðar elfjallaeyjur. Skjáskot/Instagram

Puerto Colón

Adeje-ströndin er á suðausturhluta eyjunnar. Strandlengjan er einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna á eyjunni og þar er að finna fjölda afþreyinga. Eitt af því sem mælt er með að prófa er höfrunga- og hvalaskoðun á Atlantshafi.

Í siglingunni, sem hefst í Puerto Colón, er m.a. siglt á hvalafriðunarsvæði, sem er hluti af opinberu verndarsvæði Tenerife sem verndar viðkvæmt dýralíf og búsvæði sjávar. Hægt er að njóta veitinga um borð en það er einnig hægt að stinga sér í sjóinn í stuttu stoppi á fallegum stað. Siglingin tekur um þrjá klukkutíma.

Adeje-ströndin er einn af vinsælustu áfangastöðunum, þar er þó hægt …
Adeje-ströndin er einn af vinsælustu áfangastöðunum, þar er þó hægt að finna rólegri svæði. Skjáskot/Instagram

Jungle Park

Jungle-garðurinn er skemmtilegur dýragarður og eini „alvöru“ frumskógurinn í Evrópu með um fjögur hundruð dýr og yfir hundrað tegundir. Í garðinum er hægt að sjá sýningu með sæljónum, ránfuglum og framandi fuglum.

Í garðinum, sem staðsettur er á suðurhluta eyjunnar, er hægt að fylgjast með flamingóum, hrægömmum, trönum, páfagaukum og fleiri tegundum í umhverfi sem er líkast þeirra náttúrulegu aðstæðum.

Flamingóar í Jungle Park.
Flamingóar í Jungle Park. Skjáskot/Instagram

Pyramids of Guimar

Mælt er með að skoða Guimar-píramídana og grasagarðinn í kring. Útisafn sex þrepa pýramída sem hlaðnir eru með hraunsteinum og talið að séu frá 19. öld eftir Krist. Jafnframt er talið að píramídarnir hafi verið byggðir í landbúnaðartilgangi.

Garðurinn hefur tvisvar sinnum verið útnefndur Evrópusafn ársins og þekur um 64.000 fermetra. 

Gríðarleg fjölbreytni plantna er á svæðinu í þessum einum af fimm grasagörðum Kanaríeyja.

Guimar-pýramídarnir eru staðsettir í flennistórum grasagarði. Hægt er að njóta …
Guimar-pýramídarnir eru staðsettir í flennistórum grasagarði. Hægt er að njóta plönturíkisins á meðan gengið er um garðinn, en þar er einnig mikil saga. Skjáskot/Youtube

Get your Guide

mbl.is