„Þið vitið ekki á hverju þið sitjið hérna. Þið sitjið á gullnámu“

Á ferðalagi | 25. janúar 2025

„Þið vitið ekki á hverju þið sitjið hérna. Þið sitjið á gullnámu“

„Ég kom hingað fyrst árið 2018,“ segir Ted Karlberg um Siglufjörð, en síðan þá hefur hann ferðast þangað árlega. Karlberg er sænskur ljósmyndari og kvikmyndaframleiðandi sem tók þátt í gerð kvikmyndarinnar The Abyss á Netflix. Hann er menntaður kokkur og mikill áhugamaður um síld, en þannig kemur tengingin við Siglufjörð. 

„Þið vitið ekki á hverju þið sitjið hérna. Þið sitjið á gullnámu“

Á ferðalagi | 25. janúar 2025

Hér stendur Ted í dyrunum á Sæluhúsinu svokallaða, smíðuðu af …
Hér stendur Ted í dyrunum á Sæluhúsinu svokallaða, smíðuðu af Örlygi Kristfinnssyni með handhlöðnu grjóti líkt og á gömlu torfbæjunum. Þarna finnst honum gott að dvelja. Ljósmynd/Aðsend

„Ég kom hingað fyrst árið 2018,“ segir Ted Karlberg um Siglufjörð, en síðan þá hefur hann ferðast þangað árlega. Karlberg er sænskur ljósmyndari og kvikmyndaframleiðandi sem tók þátt í gerð kvikmyndarinnar The Abyss á Netflix. Hann er menntaður kokkur og mikill áhugamaður um síld, en þannig kemur tengingin við Siglufjörð. 

„Ég kom hingað fyrst árið 2018,“ segir Ted Karlberg um Siglufjörð, en síðan þá hefur hann ferðast þangað árlega. Karlberg er sænskur ljósmyndari og kvikmyndaframleiðandi sem tók þátt í gerð kvikmyndarinnar The Abyss á Netflix. Hann er menntaður kokkur og mikill áhugamaður um síld, en þannig kemur tengingin við Siglufjörð. 

Hann skrifaði bókina Herring Diplomacy, ásamt Svíanum Hakan Juholt, sem kom út í íslenskri útgáfu í samvinnu við Síldarminjasafn Íslands seint á síðasta ári og ber heitið Síldardiplómasía. 

Hér stendur Ted með síld á disk við hlið styttu, …
Hér stendur Ted með síld á disk við hlið styttu, hannaðri af siglfirsku listakonunni, Aðalheiði Eysteinsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

„Þið vitið ekki á hverju þið sitjið hérna. Þið sitjið á gullnámu.“ Karlberg hefur ekki síður dálæti á bænum Siglufirði en á síldinni sjálfri.

Þegar hann er spurður um hvaða stað hann óski sér mest að heimsækja á árinu 2025 er hann fljótur til svars: „Siglufjörð.“ Karlberg er ekki viss um hvenær á árinu, en gerir ráð fyrir að það verði í júlí. Fyrst þarf hann að klára kvikmyndaverkefni þar sem hann fylgir eftir sænsku blússöngkonunni Louise Hoffsten, m.a. til Suður-Afríku og til Memphis í Bandaríkjunum. 

Siglufjörður er lítill bær á norðanverðum Tröllaskaga. Þar búa tæplega 1.200 manns en eitthvað er um að utanbæjarmenn hafi fjárfest í eignum sem eru ýmist leigðar út eða hafðar til einkanota. Í réttu vindáttinni að sumri til, suðaustan átt, getur sólardagur á Siglufirði jafnast á við góðan dag á Spáni.

Friðsælt umhverfi á milli hárra fjallgarða.
Friðsælt umhverfi á milli hárra fjallgarða. Ljósmynd/Aðsend
Hér fá gestir Síldarminjasafnsins að sjá hvernig síldarstúlkur gerðu að …
Hér fá gestir Síldarminjasafnsins að sjá hvernig síldarstúlkur gerðu að og söltuðu á tímum síldaráranna. Ljósmynd/Aðsend

Hér er fjölskyldan mín

En hvað er það við Siglufjörð sem þú sækir svo mikið í? 

„Fyrst og fremst líður mér eins og ég komi heim þegar ég heimsæki bæinn og að hér sé fjölskylda mín,“ segir Karlberg og útskýrir hve velkominn hann var í bænum frá fyrstu stundu. 

„Þessi staður á stóran hluta af hjartanu.“

Eitt af því skemmtilegasta sem Karlberg segist hafa upplifað á Siglufirði var dagsferð á eikarbátnum Örkinni. Hann lýsir því hve áhugavert var að fara á slóðir sem eru svo merkjanlegar í sögu íbúa á svæðinu. Staði sem fjöldi rithöfunda hefur sótt innblástur á, fyrir sögur sínar, m.a. Hallgrímur Helgason og Einar Kárason. Mest spennandi þótti honum að renna fyrir fiski og njóta landslagsins og fuglalífsins við nyrstu strendur Tröllaskaga. 

Gengið að Örkinni sem brátt leggur af stað frá bryggju.
Gengið að Örkinni sem brátt leggur af stað frá bryggju. Ljósmynd/Aðsend
Örkin lögð af stað í eftirminnilegri ferð, að sögn Teds.
Örkin lögð af stað í eftirminnilegri ferð, að sögn Teds. Ljósmynd/Aðsend

Karlberg, einnig þekktur sem síldarkokkurinn, aðstoðaði Síldarminjasafnið á Siglufirði við að setja Síldarkaffið eða Herring Café á laggirnar. Hann stillti upp matseðlinum fyrir kaffihúsið, þjálfaði starfsfólkið og sýndi því hvernig hægt væri að nýta síldina á sem flesta vegu.

Hann segist í raun hissa á því hve lítil síldarþjóð Ísland er miðað við hve mikla sögu landið á með silfri hafsins, en síldarmenningin í Svíþjóð er miklu meiri og síldin algengari á borðum þar í landi.

Innblásturinn í matargerðina fær hann frá bæjarbúum og umhverfinu á Siglufirði en hann nýtir það sem vex í náttúrunni um kring til að matreiða síldina, t.d. rabbarbara og kerfil. Hann bætir því við að það sé auðvelt að viðhalda matarvenjum fyrir næstu kynslóð með matvælum á borð við síldina en það sé jafn auðvelt að týna henni.

Sæfarar dagsins fengu að renna fyrir fiski á Örkinni.
Sæfarar dagsins fengu að renna fyrir fiski á Örkinni. Ljósmynd/Aðsend
Spegilsléttur fjörðurinn og dulúðugur himinn.
Spegilsléttur fjörðurinn og dulúðugur himinn. Ljósmynd/Aðsend
Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsin með Ted og eitt stykki síld.
Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsin með Ted og eitt stykki síld. Ljósmynd/Aðsend
Eftir söltun bregða starfsmenn Síldarminjasafnsins á leik með gestum.
Eftir söltun bregða starfsmenn Síldarminjasafnsins á leik með gestum. Ljósmynd/Aðsend



Hótel Siglufjörður.
Hótel Siglufjörður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is