Ég var ekki í þessu til þess að vera hetjan

Dagmál | 1. febrúar 2025

Ég var ekki í þessu til þess að vera hetjan

„Það er kannski það sem ég lærði á öllu þessu rugli,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.

Ég var ekki í þessu til þess að vera hetjan

Dagmál | 1. febrúar 2025

„Það er kannski það sem ég lærði á öllu þessu rugli,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.

„Það er kannski það sem ég lærði á öllu þessu rugli,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.

Sigfús, sem er 49 ára gamall, er af mörgum talinn einn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann vann til silfurverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Liðið snýst ekki um hetjurnar

Sigfús lék alls 162 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 316 mörk og var í lykilhlutverki hjá landsliðinu lengi vel.

„Liðið snýst ekki bara um hetjurnar sem skora mörkin heldur líka þá sem standa á bakvið þá,“ sagði Sigfús.

„Á Ólympíuleikunum í Peking fer ég úr því að verða línumaður númer eitt í það að verða varamaður. Þau umskipti voru alls ekki erfið en ég hefði getað látið þau verða það. Ég vildi samt vinna og vera þáttakandi í því, frekar en að sitja fyrir utan og taka ekki þátt í því.

Ég var í þessu til þess að vinna, ekki til þess að vera hetja,“ sagði Sigfús meðal annars.

Viðtalið við Sigfús í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is