Hverjir taka Grammy-verðlaunin heim í kvöld?

Poppkúltúr | 2. febrúar 2025

Hverjir taka Grammy-verðlaunin heim í kvöld?

Grammy-verðlaunahátíðin mun fara fram í 67. skipti í Los Angeles-borg í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1959 en mikil spenna fylgir því ár hvert hverjir munu hreppa verðlaunagripinn í helstu flokkum en í kvöld verða augun líklega á bandarísku tónlistarkonunni Beyoncé en hún er með flestar tilnefningar í kvöld, ellefu talsins. 

Hverjir taka Grammy-verðlaunin heim í kvöld?

Poppkúltúr | 2. febrúar 2025

Mun Beyoncé loks vinna plötu ársins?
Mun Beyoncé loks vinna plötu ársins? Samsett mynd

Grammy-verðlaunahátíðin mun fara fram í 67. skipti í Los Angeles-borg í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1959 en mikil spenna fylgir því ár hvert hverjir munu hreppa verðlaunagripinn í helstu flokkum en í kvöld verða augun líklega á bandarísku tónlistarkonunni Beyoncé en hún er með flestar tilnefningar í kvöld, ellefu talsins. 

Grammy-verðlaunahátíðin mun fara fram í 67. skipti í Los Angeles-borg í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1959 en mikil spenna fylgir því ár hvert hverjir munu hreppa verðlaunagripinn í helstu flokkum en í kvöld verða augun líklega á bandarísku tónlistarkonunni Beyoncé en hún er með flestar tilnefningar í kvöld, ellefu talsins. 

Mikil eftirvænting er eftir því hvort Beyoncé muni loks sigra flokkinn „plata ársins“ en þetta er í fimmta skipti sem hún er tilnefnd í flokknum en hún hefur aldrei hreppt verðlaunin.

Hún er tilnefnd fyrir plötuna sína Cowboy Carter en auk Beyoncé eru tilnefnd í flokknum plata ársins:

  • Sabrina Carpenter fyrir plötuna Short n' Sweet
  • André 3000 fyrir plötuna New Blue Sun
  • Charli xcx fyrir plötuna BRAT
  • Jacob Collier fyrir plötuna Djesse Vol. 4
  • Billie Eilish fyrir plötuna Hit Me Hard and Soft
  • Chappell Roan fyrir plötuna The Rise and Fall of a Midwest Princess 
  • Taylor Swift fyrir plötuna The Tortured Poets Department 

Þá er einnig mikil eftirvænting eftir því hvort rapparinn Kendrick Lamar muni bera sigur úr býtum í flokknum lag ársins en hann er tilnefndur fyrir lagið sitt Not Like Us sem má segja að hafi bundið enda á rappbatl hans við rapparann Drake á síðasta ári. 

Auk Lamar eru tilnefndir í flokknum lag ársins: 

  • Now and Then - Bítlarnir 
  • Texas Hold' Em' - Beyoncé 
  • Espresso - Sabrina Carpenter 
  • 360 - Charli xcx
  • Birds of a Feather - Billie Eilish
  • Good Luck Babe! - Chappell Roan 
  • Fortnight - Taylor Swift og Post Malone

Á Grammy-verðlaununum er einnig verðlaun fyrir nýliða ársins en í ár stendur valið á milli: 

  • Benson Boone 
  • Sabrina Carpenter 
  • Doechii
  • Kruangbin
  • Raye
  • Chappell Roan
  • Shaboozey

Gróðureldarnir sitja svip sinn á hátíðina

Hátíðin verður með örlitlu breyttu sniði í ár í ljósi þess að Los Angeles jafnar sig enn á gróðureldunum sem þar geisuðu í janúar og eyðilögðu yfir 14 þúsund mannvirki. 

Frá því að eldarnir brutust út hafa aðstandendur hátíðarinnar úthlutað tveimur milljónum bandaríkjadala, sem samsvarar tæplega 300 milljónum íslenskra króna, í neyðaraðstoð auk þess sem þeir hafa skuldbundið sig í að greiða fólki innan tónlistarbransans, sem urðu fyrir áhrifum af eldunum, fjórar milljónir dollara, sem nemur rúmlega 560 milljónum íslenskra króna. 

Grammy-verðlaunin hefjast klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma og er viðbúið að hátíðin standi yfir í átta klukkustundir. 

mbl.is