Ströng skilyrði sem aðeins þeir færustu geta uppfyllt

Chanel | 2. febrúar 2025

Ströng skilyrði sem aðeins þeir færustu geta uppfyllt

Franska tískuhúsið Chanel sýndi hátískulínuna (e. haute couture) fyrir árið 2025 í París fyrr í vikunni. Hátískuhluti fyrirtækisins var settur af stað af Gabrielle Chanel árið 1915 sem gera 110 ár síðan fyrstu hátískuflíkur Chanel litu dagsins ljós. Enn þann dag í dag er verið að vinna með sömu einkenni, efni og jafnvel snið þó að það sé búið að færa það í nútímalegri stíl.

Ströng skilyrði sem aðeins þeir færustu geta uppfyllt

Chanel | 2. febrúar 2025

Allir regnbogans litir.
Allir regnbogans litir. Samsett mynd

Franska tískuhúsið Chanel sýndi hátískulínuna (e. haute couture) fyrir árið 2025 í París fyrr í vikunni. Hátískuhluti fyrirtækisins var settur af stað af Gabrielle Chanel árið 1915 sem gera 110 ár síðan fyrstu hátískuflíkur Chanel litu dagsins ljós. Enn þann dag í dag er verið að vinna með sömu einkenni, efni og jafnvel snið þó að það sé búið að færa það í nútímalegri stíl.

Franska tískuhúsið Chanel sýndi hátískulínuna (e. haute couture) fyrir árið 2025 í París fyrr í vikunni. Hátískuhluti fyrirtækisins var settur af stað af Gabrielle Chanel árið 1915 sem gera 110 ár síðan fyrstu hátískuflíkur Chanel litu dagsins ljós. Enn þann dag í dag er verið að vinna með sömu einkenni, efni og jafnvel snið þó að það sé búið að færa það í nútímalegri stíl.

Ströngum skilyrðum þarf að fylgja

Orðin haute couture koma úr frönsku og þýða í raun hátíska og sérsaumur. Hátíska á rætur sínar að rekja aftur til 16. aldar og upphaflega átti hún við korselett sem var sérsaumað á eigandann. Á nítjándu öld varð París miðja hátískunnar og voru fötin gerð úr hágæðaefnum og saumuð af þeim allra færustu. Í dag er hátíska verndað starfsheiti og þurfa tískuhús að uppfylla ströng skilyrði ef þau vilja verða alvöru hátískuhús. Þetta var gert til að geta haldið uppi þessu einstaka handverki.

Í Frakklandi er sérstök nefnd sem heldur úti lista yfir þau hús, sem er uppfærður ár hvert. Kröfur sem hátískuhúsin þurfa að uppfylla eru meðal annars þær að fötin verða að vera sérsaumuð á hvern viðskiptavin fyrir sig, saumastofan verður að vera í París, að minnsta kosti fimmtán manns séu í fullu starfi hjá saumastofunni og það verður að kynna línu með fimmtíu nýju flíkum eða fleiri, tvisvar á ári, í janúar og í júlí. Þau tískuhús sem eru meðal annars á listanum yfir gild hátískuhús núna eru Chanel, Dior, Maison Margiela, Alexandre Vauthier og Givenchy.

Stórkostlegt handverk

Ótakmarkað sköpunarfrelsi, einstök þekking sem gengur kynslóða á milli, þolinmæði og afburðasaumaskapur sem er auðþekkjanlegur samstundis hefur einkennt hátískulínur Chanel frá upphafi. Í þessari línu mátti finna klassísk einkenni frá Chanel, ofin efni, fléttuð smáatriði, flæðandi kjóla og dömuleg snið. Innblásturinn að línunni var sóttur til uppáhaldslitapallettu Gabrielle Chanel og var því meiri litagleði en oftar áður. Fötin í hátískulínunni getur tekið hundruð klukkustunda að sníða, sauma saman og bródera.

Litir eins og skærgulur, fjólublár, rauður, og pastellitir eins og smjörgulur, ljósbleikur og fjólublár voru áberandi. Svartur og hvítur voru þó á sínum stað en það er litasamsetning sem tískuhúsið er hvað þekktast fyrir. Í hverri hátískulínu Chanel er brúðarkjóll sem í þessari línu var stuttur kjóll með hvítu belti um mittið. Slóðinn var síðari að aftan og bróderaður með semalíusteinum. Yfir kjólinn klæddist fyrirsætan, Lulu Tenney, stuttum jakka sem var bróderaður með silfurlituðum pallíettum með slaufu.

Það er hönnunarstúdióið hjá Chanel sem sá um að hanna línuna en yfirleitt er það einn yfirhönnuður sem er tengdur við línuna. Það eru þó aðeins nokkrar vikur síðan tilkynnt var að Matthieu Blazy hefði verið ráðinn nýr listrænn stjórnandi tískuhússins en hann mun hefja störf í apríl á þessu ári og bíða tískuunnendur spenntir eftir því hvað hann gerir með merkið. Hann kemur til Chanel frá ítalska tískuhúsinu Bottega Veneta.

Í hverri hátískulínu frá Chanel er brúðarkjóll.
Í hverri hátískulínu frá Chanel er brúðarkjóll. JULIEN DE ROSA / AFP
Bláa tweed-ullarefnið er ofið með hágæðaefnum eins og silki, alpaka-ull …
Bláa tweed-ullarefnið er ofið með hágæðaefnum eins og silki, alpaka-ull eða kasmír-ull. JULIEN DE ROSA / AFP
Dramatískt og kvenlegt.
Dramatískt og kvenlegt. JULIEN DE ROSA / AFP
Flæðandi chiffon-silki.
Flæðandi chiffon-silki. JULIEN DE ROSA / AFP
Chanel er þekkt fyrir svarta og hvíta litasamsetningu.
Chanel er þekkt fyrir svarta og hvíta litasamsetningu. JULIEN DE ROSA / AFP
Tískuhúsið stígur varla feilspor.
Tískuhúsið stígur varla feilspor. JULIEN DE ROSA / AFP
Litasamsetning sem þessi gengur vel upp, fjólublár á móti ferskjulit.
Litasamsetning sem þessi gengur vel upp, fjólublár á móti ferskjulit. JULIEN DE ROSA / AFP
Svart og hvítt handverk.
Svart og hvítt handverk. JULIEN DE ROSA / AFP
Gylltur og bleikur kjóll úr tweed-efni.
Gylltur og bleikur kjóll úr tweed-efni. JULIEN DE ROSA / AFP
Gulir tónar verða áberandi í vor og sumar.
Gulir tónar verða áberandi í vor og sumar. JULIEN DE ROSA / AFP
Fallegur hnepptur, smjörgulur silkikjóll með bróderuðum kraga og mittisbelti.
Fallegur hnepptur, smjörgulur silkikjóll með bróderuðum kraga og mittisbelti. JULIEN DE ROSA / AFP
Hundruðir klukkustunda geta farið í hátískuflíkur Chanel.
Hundruðir klukkustunda geta farið í hátískuflíkur Chanel. JULIEN DE ROSA / AFP
Klassík frá Chanel.
Klassík frá Chanel. Ljósmynd/Chanel
Litli svarti jakkinn er ein frægasta flíkin frá tískuhúsinu og …
Litli svarti jakkinn er ein frægasta flíkin frá tískuhúsinu og kemur hann í fjöldamörgum útfærslum á hverri tískusýningu. Ljósmynd/Chanel
Mittisbeltin voru áberandi.
Mittisbeltin voru áberandi. Ljósmynd/Chanel
Það hefur farið mikill tími í þetta efni.
Það hefur farið mikill tími í þetta efni. Ljósmynd/Chanel
Fallegur pastelgrænn litur.
Fallegur pastelgrænn litur. Ljósmynd/Chanel
Djúpfjólublái liturinn kom oft upp á sýningunni.
Djúpfjólublái liturinn kom oft upp á sýningunni. Ljósmynd/Chanel
Bleikur og smjörgulur er flott og stelpuleg litasamsetning.
Bleikur og smjörgulur er flott og stelpuleg litasamsetning. Ljósmynd/Chanel
Best að fara að næla sér í smjörgula flík.
Best að fara að næla sér í smjörgula flík. Ljósmynd/Chanel
Regnbogapastellitað!
Regnbogapastellitað! Ljósmynd/Chanel
Haldið þið að þessi kjóll verði sjáanlegur á rauða dreglinum …
Haldið þið að þessi kjóll verði sjáanlegur á rauða dreglinum næstu mánuði? Ljósmynd/Chanel
mbl.is