Þórður Snær mun ekki þiggja biðlaun

Alþingi | 2. febrúar 2025

Þórður Snær mun ekki þiggja biðlaun

Þórður Snær Júlíusson mun ekki þiggja rétt sinn til biðlauna í kjölfar þess að hann afsalar sér þingmennsku.

Þórður Snær mun ekki þiggja biðlaun

Alþingi | 2. febrúar 2025

Þórður á rétt í biðlaunum í þrjá mánuði eftir að …
Þórður á rétt í biðlaunum í þrjá mánuði eftir að hann hættir á þingi. Hann mun hins vegar ekki nýta sér þann rétt. mbl.is/María Matthíasdóttir

Þórður Snær Júlíusson mun ekki þiggja rétt sinn til biðlauna í kjölfar þess að hann afsalar sér þingmennsku.

Þórður Snær Júlíusson mun ekki þiggja rétt sinn til biðlauna í kjölfar þess að hann afsalar sér þingmennsku.

Þing kemur saman á þriðjudaginn og má gera ráð fyrir því að Þórður segi af sér þingmennsku strax í kjölfar þess að kjör hans og annarra þingmanna er samþykkt af þinginu.

„Ég mun ekki þiggja biðlaun,“ skrifar Þórður Snær í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og hann tekur formlega við stöðunni daginn sem þing kemur saman.

Þórður Snær skipaði þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í alþing­is­kosn­ing­un­um og var kjör­inn á þing. Hann gaf þó út fyrir kosningar að hann myndi ekki taka þingsætið.

Ástæðan er skrif fjöl­miðlamanns­ins fyrr­ver­andi á blogg­inu „Þess­ar elsk­ur“ sem hann hélt úti fyrir mörgum árum síðan en fyrst var fjallað um bloggskrif­in í Spurs­mál­um á mbl.is.

Skrifaði Þórður und­ir dul­nefni óviður­kvæmi­leg­ar grein­ar um kon­ur sem hann sagði m.a. vera lævís­ar, mis­kunn­ar­laus­ar, und­ir­förl­ar tík­ur.

Á rétt á biðlaunum í þrjá mánuði

Í 1. mgr. 14. gr. laga 88/​1995 um þing­far­ar­kaup og þing­far­ar­kostnað seg­ir:

„Alþing­ismaður á rétt á biðlaun­um er hann læt­ur af þing­mennsku. Biðlaun jafn­há þing­far­ar­kaupi skv. 1. gr. skal þá greiða í þrjá mánuði. Eft­ir þing­setu í tvö kjör­tíma­bil eða leng­ur skal þó greiða biðlaun í sex mánuði.“

Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri Alþing­is sagði í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins í desember að þingmenn gætu ákveðið að nýta sér ekki rétt til biðlauna, rétt eins og Þórður hefur ákveðið að gera.

Guðmundur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði einnig minnst á það í janúar að Þórður myndi ekki þiggja biðlaun. 

mbl.is