Instagram: Sterkar konur eru lausar við stæla

Instagram | 3. febrúar 2025

Instagram: Sterkar konur eru lausar við stæla

Vikan á Instagram var full tíðinda eins og svo oft áður. Áslaug Arna skellti sér í ferð á Reykjanesskaga, Svala Björgvins deildi hvatningarorðum til sterkra kvenna og Rúrik Gíslason fór í skíðafrí.

Instagram: Sterkar konur eru lausar við stæla

Instagram | 3. febrúar 2025

Svala Björgvins, Áslaug Arna, Gummi kíró og Rúrik Gísla skemmtu …
Svala Björgvins, Áslaug Arna, Gummi kíró og Rúrik Gísla skemmtu sér vel. Samsett mynd

Vikan á Instagram var full tíðinda eins og svo oft áður. Áslaug Arna skellti sér í ferð á Reykjanesskaga, Svala Björgvins deildi hvatningarorðum til sterkra kvenna og Rúrik Gíslason fór í skíðafrí.

Vikan á Instagram var full tíðinda eins og svo oft áður. Áslaug Arna skellti sér í ferð á Reykjanesskaga, Svala Björgvins deildi hvatningarorðum til sterkra kvenna og Rúrik Gíslason fór í skíðafrí.

Áslaug á Reykjanesskaga!

Þingmaður Sjálfstæðisflokks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skellti sér á Reykjanesið um helgina og virtist kampakát í félagsskap fólks úr Grindavík og Reykjanesbæ.

Síðustu dagar!

Áhrifavaldurinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálsson deildi síðustu dögum með fylgjendum sínum í færslu á Instagram. Þar var hann m.a. í ræktinni, spókaði sig um í kögurgallabuxum og lék sér í snjónum. Nokkuð hressandi vika hjá Gumma kíró.

Í sumarskapi!

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens nýtur lífsins á sólríkum stað, á meðan veðursuddi helgarinnar angraði landsmenn. Hann póstaði mynd af sér í sumarlegum klæðnaði með yfirskriftinni „sumar og sól“. Á myndinni er hann reffilegur með sumarhatt og sólgleraugu, í ljósum fötum með uppábrot á buxum í skandinavískum stíl.

Sjóðheitur í snjónum!

Rúrik Gíslason, fyrirsæta og fyrrverandi knattspyrnumaður, var sjóðheitur í austurrísku Ölpunum í liðinni viku. Hann sýndi takta á skíðum og kíkti út á lífið ásamt vinum sínum. 

Mæðgin í Lundúnum!

Unnur Óladóttir, einkaþjálfari og gullsmiður, var stödd í Lundúnum ásamt syni sínum Aroni Óla. Hún deildi skemmtilegum myndum af þeim mæðginum þar sem þau heimsóttu vinsæla ferðamannastaði og nutu lífsins í mat og drykk.

Sterk kona!

Svala Björgvinsdóttir söngkona segir sterkar konur lausar við stæla en setja háa staðla. Við tilefnið birti hún flotta mynd af sér í svörtum og hvítum fötum.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Þar til næst!

Söngvarinn og rapparinn Aron Can Gultekin varði stórum hluta janúar í Taílandi með fjölskyldu sinni. 

 Tískuvikan í Kaupmannahöfn!

Tískuvikan!

Gulla Bjarna fór á tískuvikuna í Kaupmannahöfn og naut sín gríðarlega vel.



mbl.is