Arnar um Aron: „Þurfum ekki að tala undir rós með það“

Dagmál | 5. febrúar 2025

Arnar um Aron: „Þurfum ekki að tala undir rós með það“

„Það gefur augaleið, og við þurfum ekki að tala undir rós með það, að það er himinn og haf á milli þess að spila í 1. deildinni hér á landi og ensku B-deildinni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar um Aron: „Þurfum ekki að tala undir rós með það“

Dagmál | 5. febrúar 2025

„Það gefur augaleið, og við þurfum ekki að tala undir rós með það, að það er himinn og haf á milli þess að spila í 1. deildinni hér á landi og ensku B-deildinni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

„Það gefur augaleið, og við þurfum ekki að tala undir rós með það, að það er himinn og haf á milli þess að spila í 1. deildinni hér á landi og ensku B-deildinni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar, sem er 51 árs gamall, var ráðinn landsliðsþjálfari þann 15. janúar eftir að hafa stýrt Víkingi úr Reykjavík frá árinu 2018 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari undir stjórn Arnars og fjórum sinnum bikarmeistari.

Erfitt að horfa framhjá því

Aron Einar Gunnarsson fékk þau skilaboð frá fyrrverandi þjálfara íslenska liðsins, Åge Hareide, að hann yrði ekki valinn í landsliðið á meðan hann væri að spila með uppeldisfélagi sínu Þór frá Akureyri í 1. deildinni hér á landi.

„Það er mjög erfitt að horfa framhjá því og þannig á það ekki að vera,“ sagði Arnar.

„Það skiptir máli í hvaða gæðaflokki þú ert að spila því þetta snýst svo mikið um smáatriðin. Ég tók eftir því í Sambandsdeildinni, gegn andstæðingum okkar þar, að það er aðeins meiri kjarnorka í löppunum á þessum atvinnumannaliðum.

Þú ert fljótari að pikka upp ákveðna hluti þegar þú ert að spila í hærri gæðaflokki. Þetta eru hlutir sem þú lærir ekki í lægri gæðaflokki. Pýramídinn í fótboltanum er mjög sanngjarn, þú hoppar ekki beint af neðstu hæðinni og upp í þá efstu. Því hærra sem þú ert í pýramídanum því meiri möguleika áttu að spila með landsliðinu,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson og Aron Einar Gunnarsson.
Arnar Gunnlaugsson og Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Karítas/Eggert
mbl.is