Ótímabært að segja hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun

Dagmál | 12. febrúar 2025

Ótímabært að segja hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun

„Það er alltaf skrítið þegar KR-goðsögn er látin fara og missir starfið sitt,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Ótímabært að segja hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun

Dagmál | 12. febrúar 2025

„Það er alltaf skrítið þegar KR-goðsögn er látin fara og missir starfið sitt,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

„Það er alltaf skrítið þegar KR-goðsögn er látin fara og missir starfið sitt,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.

Sýndi sig ekki strax

Rúnar Kristinsson lét nokkuð óvænt af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið 2023 og kom það mörgum á óvart.

„Rúnar er fáránlega góður maður og mér þykir ofboðslega vænt um hann en kannski var þetta breytingin sem KR þurfti í þeirri endurnýjun sem átti eftir að eiga sér stað,“ sagði Theódór Elmar.

„Það sýndi sig ekki strax, á vellinum, og það er kannski ótímabært að segja það núna hvort þetta hafi verið rétt eða röng ákvörðun,“ sagði Theódór Elmar.

Erfitt fyrir hvern sem var

Var skrítið hjá KR að ráða Gregg Ryder í stað Rúnars?

„Mögulega var hann ekki alveg tilbúinn í svona stórt starf en hann er samt mjög flottur þjálfari og kom með margar flottar pælingar. Hann er frábær manneskja, góður maður á mann, og ég held að hann myndi gera góða hluti fyrir flestöll félög á landinu.

Akkúrat í þetta KR-starf, á þessum tímapunkti, þá held ég að þetta hefði gengið upp hjá fæstum. Það var mikil óreiða í félaginu og það hefði verið erfitt fyrir hvern sem er að koma inn í þetta og ætla að ná einhverjum árangri strax,“ sagði Theódór Elmar.

Viðtalið við Theódór Elmar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is