Öllu var til tjaldað á þorrablóti Íslendingafélagsins í Brussel sem haldið var á dögunum.
Öllu var til tjaldað á þorrablóti Íslendingafélagsins í Brussel sem haldið var á dögunum.
Öllu var til tjaldað á þorrablóti Íslendingafélagsins í Brussel sem haldið var á dögunum.
Veislustjórar kvöldsins voru sko ekki af verri kantinum, en leik- og söngkonurnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sáu um að skemmta gestum ásamt tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni.
Hátt í 150 gestir, meðal annars frá Sendiráði Íslands í Brussel, Fríverslunarsamtökum Evrópu, ESA og Atlantshafsbandalaginu, gæddu sér á ljúffengum þorramat og öðrum íslenskum kræsingum. Það var matreiðslumaðurinn Eyþór Kristjánsson og eiginkona hans, Anna Kristín Sveinsdóttir, sem töfruðu fram glæsilega þorraveislu sem sló heldur betur í gegn hjá viðstöddum.