„Stærsta túristagildran finnst mér vera Barceloneta-ströndin“

Borgarferðir | 21. febrúar 2025

„Stærsta túristagildran finnst mér vera Barceloneta-ströndin“

Elma Dís Árnadóttir starfar sem markaðssérfræðingur hjá flugfélaginu Play. Í heilt ár naut hún lífsins í Barcelona þar sem hún var búsett. „Ég er ótrúlega ferðaglöð og alltaf til í að prófa nýja og spennandi staði, sem gerir það að verkum að starfið mitt hjá Play hentar mér fullkomlega.“

„Stærsta túristagildran finnst mér vera Barceloneta-ströndin“

Borgarferðir | 21. febrúar 2025

Elma Dís Árnadóttir segir Barcelona vera svo fjölbreytta, bæði mannlífið …
Elma Dís Árnadóttir segir Barcelona vera svo fjölbreytta, bæði mannlífið og umhverfið. Ljósmynd/Aðsend

Elma Dís Árnadóttir starfar sem markaðssérfræðingur hjá flugfélaginu Play. Í heilt ár naut hún lífsins í Barcelona þar sem hún var búsett. „Ég er ótrúlega ferðaglöð og alltaf til í að prófa nýja og spennandi staði, sem gerir það að verkum að starfið mitt hjá Play hentar mér fullkomlega.“

Elma Dís Árnadóttir starfar sem markaðssérfræðingur hjá flugfélaginu Play. Í heilt ár naut hún lífsins í Barcelona þar sem hún var búsett. „Ég er ótrúlega ferðaglöð og alltaf til í að prófa nýja og spennandi staði, sem gerir það að verkum að starfið mitt hjá Play hentar mér fullkomlega.“

Af þeim fjölmörgu stöðum sem Elma hefur ferðast til er Barcelona í sérstöku uppáhaldi. Hún segir borgina afar fjölbreytta, bæði umhverfi og mannlífið.

„Hverfin í Barcelona eru svo ólík. Mér fannst alltaf eins og andrúmsloftið breyttist um leið og ég labbaði inn í nýtt hverfi.“

Spurð um uppáhaldshverfi er eitt af þeim El Raval. „Kannski óvænt val en mér finnst þetta hverfi algjör perla! Það er oft sagt að Raval sé eitt af hættulegri hverfum borgarinnar, en ef maður er skynsamur og passar upp á dótið sitt þá er þetta kebab-, „vintage-“ og „second-hand shopping“-paradís. Ég á margar af mínum bestu minningum frá Barcelona í Raval.“

Borgin er ekki svona skítug, að sögn Elmu.
Borgin er ekki svona skítug, að sögn Elmu. Ljósmynd/Aðsend

Græn borg og ekki skítug

Elma segir það hafa komið sér á óvart hve græn borgin er. „Ég hafði heyrt að hún væri skítug, en mín upplifun var þveröfug. Hún er svo falleg, með mörgum stórum grænum svæðum, görðum og endalaust af útisvæðum þar sem fólk hittist og nýtur þess að búa í góðu veðri.“

Hún bætir við að borgin taki sífelldum breytingum, fjöldi gatna sem áður voru ætlaðar akandi umferð hafi nú breyst í göngugötur með útimörkuðum og nágrannahátíðum um helgar.

Árstíðirnar séu einnig fjölbreyttar og mun meira afgerandi en hérlendis. Vorið og haustið sem renni saman við sumarið og veturinn á Íslandi fái að njóta sín betur úti í Barcelona.

„Uppáhaldstíminn í Barcelona eru einmitt vormánuðirnir mars og apríl, þegar trén fara að blómstra.“

„Hún er svo falleg, með mörgum stórum grænum svæðum, görðum …
„Hún er svo falleg, með mörgum stórum grænum svæðum, görðum og endalaust af útisvæðum þar sem fólk hittist og nýtur þess að búa í góðu veðri.“ Ljósmynd/Aðsend
Það má hæglega fletta út handklæðinu þarna og leggjast á …
Það má hæglega fletta út handklæðinu þarna og leggjast á það. Ljósmynd/Aðsend

Skemmtanalífið

Þá segir Elma að skemmtanalífið í Barcelona „sé engu líkt“, en kannski ekkert svo ósvipað því sem er hérlendis. Staðirnir séu opnir fram undir morgun og því ekkert óalgengt að fólk fari út á galeiðuna um klukkan tvö til þrjú að nóttu til.

„Margir staðir eru með stór útisvæði við ströndina sem er algjör lúxus þegar maður er vanur íslensku næturlífi. Hvort sem maður vill lenda á litla kósý kokteilbarnum eða alvöru klúbb með DJ og dansgólfi, þá er allt í boði!”

Elma Dís hefur ákveðnar skoðanir á hvaða strönd eigi að …
Elma Dís hefur ákveðnar skoðanir á hvaða strönd eigi að heimsækja til að hafa það gott og þá er Berceloneta-ströndin ekki þar á meðal. Ljósmynd/Aðsend

Eru einhverjar túristagildrur sem ber að varast?

„Já, klárlega. Fyrsta reglan er að hanga ekki bara á Römblunni. Það er auðvelt að festast þar í yfirþyrmandi mannamergð og vera stöðugt truflaður af fólki sem reynir að lokka inn á nærliggjandi veitingastaði. Þar er líka „túristaverðlag“ í hámarki. Lykilatriðið er að passa svakalega vel upp á dótið sitt. Vasaþjófar í Barcelona eru ótrúlega lunknir og geta hreinlega horfið með allt dótið án þess að tekið sé eftir,“ svarar Elma. 

„Stærsta túristagildran finnst mér vera Barceloneta-ströndin. Hún er alltaf yfirfull, ekki sú hreinlegasta og alls ekki fallegasta ströndin í borginni. Mun skemmtilegra er að fara lengra með strandlengjunni á t.d. Bogatell eða Mar Bella, þar sem stemningin er meira „lókal“. En ef stranddagurinn á að vera alvöru þá er best að hoppa í lestina og skella sér til Castelldefels eða Garraf og eyða deginum í hreinum sjó þar.“

Margir skemmtistaðir eru með útisvæði við ströndina.
Margir skemmtistaðir eru með útisvæði við ströndina. Ljósmynd/Aðsend

Matarmenning

„Ég mæli með Ninas Café og Right Side Coffee, báðir eru æðislegir fyrir góðan kaffibolla og notalega stemmingu.“

Elma segist brenna fyrir mat og geta vel mælt með ýmsum stöðum, af nógu er að taka. „Fyrir mathallarstemningu mæli ég með El Nacional og Kitchens of Saint Caterine. Þar er að finna fjölbreytta rétti í fallegu umhverfi og úr ferskum hráefnum.“

Uppáhaldsstaður Elmu þegar kemur að katalónsku tapas með smá snúning er Rurstic BCN. Staðurinn er mjög lítill og rekinn af parinu Mörtu og Carlos, sem alltaf eru á staðnum að afgreiða mat og drykk.

„Þau gera algjörlega æðislegan mat og bjóða upp á besta espresso martini sem ég hef fengið.“ Hún bætir við að hægt sé að vera öruggur um að fá gott tapas í Barcelona svo lengi sem fólk forðast „túristastaðina“.

„Ef maður er skynsamur og passar upp á dótið sitt …
„Ef maður er skynsamur og passar upp á dótið sitt þá er þetta kebab-, „vintage-“ og „second-hand shopping“-paradís. Ljósmynd/Aðsend

Aðrir staðir sem vert er að heimsækja eru: Silan, sem er með sýrlenskan mat, Desi Galli, indverskur staður með marga bragðmikla og vel sterka rétti, Pizze d’Italia, þar sem er að fá góðan ítalskan mat og heimagert limoncello, og La Curandera, með kryddaðar margarítur og birria-tacos.

„Það besta við að vera svona ferðaglöð er að maður er alltaf að uppgötva nýja staði og stundum enduruppgötva ég uppáhaldsstaðina aftur og aftur. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mér finnst svo gaman að vinna hjá Play. Þar fæ ég bæði tækifæri til að ferðast meira og heimsækja mína uppáhaldsstaði oftar.“

Barcelona á sérstakan stað í hjarta Elmu.
Barcelona á sérstakan stað í hjarta Elmu. Ljósmynd/Aðsend
„Það er einmitt ástæðan fyrir því að mér finnst svo …
„Það er einmitt ástæðan fyrir því að mér finnst svo gaman að vinna hjá Play.“ Ljósmynd/Aðsend
mbl.is