Birgitta Líf og Birnir Boði njóta lífsins í New York

Á ferðalagi | 24. febrúar 2025

Birgitta Líf og Birnir Boði njóta lífsins í New York

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, er stödd ásamt eins árs gömlum syni sínum, Birni Boða Enokssyni, í borginni sem aldrei sefur, New York.

Birgitta Líf og Birnir Boði njóta lífsins í New York

Á ferðalagi | 24. febrúar 2025

Birgitta Líf er alltaf töff í tauinu.
Birgitta Líf er alltaf töff í tauinu. Samsett mynd

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, er stödd ásamt eins árs gömlum syni sínum, Birni Boða Enokssyni, í borginni sem aldrei sefur, New York.

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, er stödd ásamt eins árs gömlum syni sínum, Birni Boða Enokssyni, í borginni sem aldrei sefur, New York.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Birnir Boði, sem fagnaði eins árs afmæli sínu þann 8. febrúar síðastliðinn, ferðast vítt og breitt um heiminn ásamt móður sinni. Hann lagði upp í fyrstu utanlandsferðina sína aðeins fimm vikna gamall og var mættur til Glasgow örfáum vikum síðar.

Drengurinn er sannkallaður heimsborgari.

Birgitta Líf hefur verið dugleg að sýna frá ferðalagi mæðginanna í story á Instagram-síðu sinni og deildi meðal annars myndum af þeim á rölti um götur New York, að kynna sér nýjustu tískustraumana í fataverslunum stórborgarinnar og að njóta kvöldverðar á sushi-veitingastað.

Mæðginin fengu sér kvöldverð á sushi-veitingastað.
Mæðginin fengu sér kvöldverð á sushi-veitingastað. Skjáskot/Instagram
Það er alltaf gaman að rölta um New York.
Það er alltaf gaman að rölta um New York. Skjáskot/Instagram
mbl.is