Hætti að vinna til að ferðast um heiminn og mynda hunda

Á ferðalagi | 25. febrúar 2025

Hætti að vinna til að ferðast um heiminn og mynda hunda

Hundavinurinn John Fabiano frá Buffalo í New York-ríki ákvað að segja upp starfi sínu í viðskiptaheiminum til að ferðast um víða veröld og ljósmynda hunda í ólíkum menningarheimum.

Hætti að vinna til að ferðast um heiminn og mynda hunda

Á ferðalagi | 25. febrúar 2025

Ljósmyndarinn John Fabiano eltir drauminn.
Ljósmyndarinn John Fabiano eltir drauminn. Ljósmynd/Instagram

Hundavinurinn John Fabiano frá Buffalo í New York-ríki ákvað að segja upp starfi sínu í viðskiptaheiminum til að ferðast um víða veröld og ljósmynda hunda í ólíkum menningarheimum.

Hundavinurinn John Fabiano frá Buffalo í New York-ríki ákvað að segja upp starfi sínu í viðskiptaheiminum til að ferðast um víða veröld og ljósmynda hunda í ólíkum menningarheimum.

Samkvæmt fréttaviðtali við CNN hefur Fabiano varið síðustu tveimur árum í að ferðast til m.a. Þýskalands til að kynnast German Shepherd, Grænlands til að mynda sleðahunda og Japan til að ljósmynda Shiba Inu-hundategundina sem hluta af verkefni sínu, Wags Around the World.

Ljósmynd Fabianos frá Grænlandi, sem hlaut verðlaun í Dog Photography …
Ljósmynd Fabianos frá Grænlandi, sem hlaut verðlaun í Dog Photography Awards 2024. Ljósmynd/Instagram

Ástríðan spratt upp í kjölfar Covid-19

Fabiano hóf ferðalögin árið 2022, eftir að hafa fundið fyrir óánægju í skrifstofustarfinu sínu. Hann segist hafa uppgötvað ástríðu sína fyrir hundaljósmyndun um það leyti sem Covid-19-faraldurinn stóð sem hæst og nýtti tímann til að læra á betri ljósmyndavél.

„Ég er kominn á fertugsaldur, er að ferðast um heiminn og mynda hunda, ég hef yfirgefið viðskiptaheiminn og gæti ekki verið ánægðari,“ segir Fabiano við CNN.

Ljósmynd sem Fabiano tók í Indlandi.
Ljósmynd sem Fabiano tók í Indlandi. Ljósmynd/Instgram

Lifa lífinu eins og hundar 

Fabiano segir að hundurinn hans, Viola, hafi oft veitt honum innblástur í erfiðum aðstæðum. „Ef ég var fastur í vandræðum hugsaði ég stundum: „Hvað myndi hundurinn minn vilja gera núna?’ Hún vill fara út, njóta lífsins og hreyfa sig. Þetta reif mig upp úr sófanum og út í náttúruna,“ útskýrir hann.

Eftirminnilegasta reynslan var í Costa Rica

Fabiano hefur lengi haft sérstakan áhuga á svokölluðum „underdogs“ – hundum sem búa við erfiðar aðstæður eða hafa orðið fyrir rangri meðhöndlun eigenda. Hann heimsótti til að mynda Indland til að mynda flækingshunda, Suður-Afríku til að skoða afríska villihunda og dvaldi 40 daga í Ástralíu þar sem hann keyrði um í húsbíl og ljósmyndaði ólíkar hundategundir.

Ein eftirminnilegasta reynsla hans var þó í Costa Rica, þegar hann heimsótti Territorio de Zaguates, athvarf sem hýsir yfir 1.800 flækingshunda. Það var stofnað af fyrrverandi kennara, Lyu Battle.

Territorio de Zaguates í Costa Rica - athvarf sem hýsir …
Territorio de Zaguates í Costa Rica - athvarf sem hýsir yfir 1.800 flækingshunda. Ljósmynd/Instagram

Næsti áfangastaður og framtíðaráform

Fabiano stefnir á að heimsækja Taíland næst, auk þess sem hann langar að skoða Border Collie-hunda á fjárbúum í Skotlandi. Hann segir þó að hann sé að verða uppiskroppa með fjármagn og þurfi hugsanlega að snúa aftur í hefðbundið starf. 

„Ég sé botninn á peningabrunninum. En ég ætla mér að halda áfram að mynda hunda og segja sögur af þeim, jafnvel þó ég snúi aftur í venjulegt starf um stund,“ segir hann.

Fabiano hyggst skrifa bók um ævintýri sín og segir að þetta verkefni sé eitt það mikilvægasta sem hann hefur ráðist í. „Ég er búinn að elska hunda síðan ég var barn. Ég veit að litli strákurinn sem ég var einu sinni væri stoltur af mér núna.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrinu hans Fabiano í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. 

mbl.is