Fjórar leiðir að því besta sem Ísland hefur að bjóða

Ferðaráð | 28. febrúar 2025

Fjórar leiðir að því besta sem Ísland hefur að bjóða

Nú þegar farið er að birta eru eflaust margir farnir að velta fyrir sér ferðalögum innanlands. Ferðavefurinn Lonely planet birti í gær grein eftir Meenu Thiruvengadam, um fjórar leiðir að helstu nátturueinkennum Íslands. 

Fjórar leiðir að því besta sem Ísland hefur að bjóða

Ferðaráð | 28. febrúar 2025

Það eru ýmsar leiðir í boði þegar ferðast er um …
Það eru ýmsar leiðir í boði þegar ferðast er um heimaslóðir, hvort sem landið er tekið í pörtum eða ekið um hringveginn. Samsett mynd/Jonny Auh/Robert Lukeman/Jeremy Bishop/ Rory Hennessey

Nú þegar farið er að birta eru eflaust margir farnir að velta fyrir sér ferðalögum innanlands. Ferðavefurinn Lonely planet birti í gær grein eftir Meenu Thiruvengadam, um fjórar leiðir að helstu nátturueinkennum Íslands. 

Nú þegar farið er að birta eru eflaust margir farnir að velta fyrir sér ferðalögum innanlands. Ferðavefurinn Lonely planet birti í gær grein eftir Meenu Thiruvengadam, um fjórar leiðir að helstu nátturueinkennum Íslands. 

„Villt landslagið á Íslandi er engu líkt; virkar eldstöðvar, fossar og jarðhitaböð. Þar eru einnig heimkynni höfuðborgarinnar Reykjavíkur sem heldur ferðamönnum uppteknum með heillandi söfnum og frábærum veitingastöðum.“

Hún segir frá fjórum spennandi leiðum að helstu náttúruundrum landsins fyrir ferðalanga sem íhuga að sækja land og þjóð heim, eða Íslendinga sem vilja njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða.

Kerið.
Kerið. Chris Liverani/Unsplash

1. Reykjavík og suðvesturhlutinn

Undir þetta falla auðvitað höfuðborgin sem Thiruvengadam mælir með hálfum degi til að skoða. Þar nefnir hún Landnámssýninguna á Borgarsögusafninu og Árbæjarsafnið, til að fá góða kynningu á sögu lands og þjóðar. Þá mælir hún með einum degi til að skoða gullna hringinn; Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Næst mælir hún með degi við Kerið í Grímsnesi og hellaskoðun eða hestaferðum til viðbótar.

Hún mælir með degi til að ferðast að Langjökli sem er í um 2,5 klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og skoða þar lengstu manngerðu ísgöng veraldar. Síðasta daginn í þessum landshluta segir Thiruvengadam að eigi að verja í Bláa lóninu og reiknar með hálfum degi í það.

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. Ruslan Valeev/Unsplash

2. Ævintýri á suðurströndinni

Ævintýraferðin um suðurlandið byrjar í Reykjavík þar sem hægt er að dýfa sér í Sky Lagoon. Þá er ekið austur og í gegnum Hveragerði á leiðinni að Seljalands- og Skógafossi. Með aðsetur í Vík er hægt að fara þaðan að Jökulsárlóni og stoppa við Fjaðrárgljúfur á leiðinni til baka til Víkur.

Á degi þrjú mælir hún með ferð að Mýrdalsjökli og heimsækja þar Kötlu íshelli. Á degi fjögur til fimm er hægt að aka niður að Landeyjarhöfn og taka Herjólf til Vestmannaeyja, skoða lunda og Eldheimasafnið.

Snæfellsnes.
Snæfellsnes. Xihao Liu/Unsplash

3. Hringferð um landið

Hringferð um landið (að Vestfjörðum undanskildum). Ekið er réttsælis með fyrstu viðkomu á Snæfellsnesi þar sem varið er heilum degi í að skoða allt það besta og jafnvel að gista t.d. á Grundarfirði. Frá Snæfellsnesi er ekið til Akureyrar daginn eftir þar sem næsta stopp er.

Á degi þrjú er um að gera að stoppa á Húsavík, sem er í um einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri og þaðan er leiðinni haldið til Seyðisfjarðar með dag- og næturstoppi, Hafnar með dag- og næturstoppi og Víkur með hálfs dags stoppi. Frá Vík er ekið til baka til Reykjavíkur.

Húsavík.
Húsavík. Bernd Dittrich/Unsplash

4. Vesturströndin

Hringur er tekinn um vesturhluta Íslands. Byrjað er í Reykjavík og þaðan er ekið á Þingvelli, þar sem hægt er að skoða hinn merka sögulega þjóðgarð Íslendinga og einnig er þar að finna afþreyingu eins og að snorkla í Silfru. Frá Þingvöllum er farið til Laugarvatns en þar eru Laugarvatn Fontana-böðin sem Thiruvengadam mælir með að dýfa sér í.

Frá Laugarvatni er ekið til baka til Hveragerðis þar sem m.a. er hægt að ganga upp Reykjadalinn og baða sig í heitri á. Frá Hveragerði er haldið á Reykjanesskagann, keyrt í gegnum Grindavík með viðkomu í Bláa lóninu. Eftir baðferð í Lónið er um að gera að enda ævintýrið á að ganga yfir einu brúna í heiminum sem tengir saman Evrópu og Norður-Ameríku.

Gert er ráð fyrir að ferðirnar taki allt upp undir viku og næturstopp á hinum ýmsu stöðum undir hverjum og einum komið.

Þingvellir.
Þingvellir. Adam Gavlák/Unsplash

Lonely Planet

mbl.is