Eiður Smári og Halla Vilhjálms sögð vera að stinga nefjum saman

Ný pör | 4. mars 2025

Eiður Smári og Halla Vilhjálms sögð vera að stinga nefjum saman

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, ku vera búinn að finna ástina á ný í örmum Höllu Vilhjálmsdóttur, leikkonu og verðbréfamiðlara.

Eiður Smári og Halla Vilhjálms sögð vera að stinga nefjum saman

Ný pör | 4. mars 2025

Eiður Smári Guðjohnsen og Halla Vilhjálmsdóttir Koppel.
Eiður Smári Guðjohnsen og Halla Vilhjálmsdóttir Koppel. Samsett mynd

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, ku vera búinn að finna ástina á ný í örmum Höllu Vilhjálmsdóttur, leikkonu og verðbréfamiðlara.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, ku vera búinn að finna ástina á ný í örmum Höllu Vilhjálmsdóttur, leikkonu og verðbréfamiðlara.

Vísir greindi fyrstur frá.

Eiður Smári og Halla eru stödd í skíðaferð í Sviss, nánar tiltekið Zermatt, ásamt hópi góðra vina, en einn þeirra, Gunnlaugur Elsuson, birti mynd af hópnum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Fótboltamaðurinn fyrrverandi skildi við eiginkonu sína, Ragnhildi Sveinsdóttur, eftir 23 ára samband árið 2017. Eiður Smári og Ragnhildur voru búin að vera kærustupar síðan á unglingsaldri og eiga fjögur börn.

Halla skildi við eiginmann sinn, viðskiptamanninn Harry Koppel, á síðasta ári. Þau eiga þrjú börn saman.

mbl.is