Instagram: Glamúr og glæsileiki

Instagram | 10. mars 2025

Instagram: Glamúr og glæsileiki

Það var heldur betur nóg um að vera á Instagram í liðinni viku.

Instagram: Glamúr og glæsileiki

Instagram | 10. mars 2025

Það ríkti mikil gleði á Instagram.
Það ríkti mikil gleði á Instagram. Samsett mynd

Það var heldur betur nóg um að vera á Instagram í liðinni viku.

Það var heldur betur nóg um að vera á Instagram í liðinni viku.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson skemmtu sér á galakvöldi ítalska sendiráðsins í Búlgaríu á meðan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagnaði ásamt flokkskonum sínum í árlegri þingveislu Alþingis.

Sunneva Eir Einarsdóttir skellti sér til Lundúna á tónleika með einni stærstu poppstjörnu í heimi, Sabrinu Carpenter, og nýbakaða móðirin, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, frumsýndi nýja klippingu. 

Lundúnasjálfa!

Samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir skellti sér til Lundúna á tónleika með Sabrinu Carpenter.

Beðið eftir barni!

Birta Líf Ólafsdóttir deildi fallegum bumbumyndum.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

Rúrik í Rúanda!

Rúrik Gísla­son, tón­list­armaður, leik­ari og fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knatt­spyrnu, heimsótti Rúanda. 

Yfir sig ástfangin!

Heiðdís Rós Reyn­is­dótt­ir, at­hafna­kona og förðun­ar­fræðing­ur, og kær­asti henn­ar, Med Laameri, bíla­sali í New York-borg, fögnuðu fimm mánaða sam­bandsaf­mæli sínu nú á dög­un­um.

Bikiníbomba!

Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir baðaði sig í geislum sólarinnar.

Glæsileg!

Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og at­hafna­kona, frumsýndi nýtt hár.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Gaman saman!

Sandra Björg Helga­dótt­ir, sam­fé­lags­miðlastjarna og aðstoðarfram­kvæmda­stjóri hjá Best­sell­er, naut veðurblíðunnar ásamt ungum syni sínum.

Lifað og leikið!

Tara Sif Birg­is­dótt­ir, fasteignasali og dansari, átti góða helgi.

Gala og glamúr!

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi og at­hafna­kona, mætti ásamt kær­asta sín­um, Þórði Daní­el Þórðar­syni, eig­anda versl­un­ar­inn­ar IceStore, á galakvöld ítalska sendiráðsins í Búlgaríu. 

Glæsikvendi!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti yndislegt kvöld með flokkskonum sínum á árlegri þingveislu Alþingis.

Á fremsta bekk!

Söngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir sat á fremsta bekk á tískusýningu franska tískuhússins Chloé. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Bústaðarferð!

Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan kölluð Gugga í gúmmíbát, kíkti í bústað ásamt vinkonuhópnum.

Hugsar um heilsuna!

Tónlistarmanninum Aroni Can Gultekin er annt um heilsuna. 

Skvísur í bústað!

Freyja Har­alds­dótt­ir, doktorsnemi við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands og bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um fatlaðra, kíkti í bústað.

Menningarlegar!

Junía Lín Hua Jónsdóttir, tónlistarkona og tvíburasystir Laufeyjar Línar Jónsdóttur, fór á ballettsýningu ásamt vinkonu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Junia (@junialin)

Alltaf tími fyrir koss!

Tískubloggarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson og kærasti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, meist­ara­nemi við Há­skól­ann í Reykja­vík, nutu lífsins í Malmö. 

Hnéháir sokkar!

Samfélagsmiðlastjarnan Jóhanna Helga Jensdóttir klæddi sig upp í anda poppstjörnunnar Sabrinu Carpenter fyrir tónleika hennar í Lundúnum. 

mbl.is