Sonur Schwarzenegger kviknakinn í nýrri auglýsingaherferð

Poppkúltúr | 18. mars 2025

Sonur Schwarzenegger kviknakinn í nýrri auglýsingaherferð

Bandaríski leikarinn Patrick Schwarzenegger og unnusta hans, fyrirsætan Abby Champion, fara með aðalhlutverk í nýrri auglýsingaherferð nærfatamerkisins Skims, sem er í eigu raunveruleikastjörnunnar og athafnakonunnar Kim Kardashian.

Sonur Schwarzenegger kviknakinn í nýrri auglýsingaherferð

Poppkúltúr | 18. mars 2025

Parið var glæsilegt er það mætti í Vanity Fair-fögnuðinn.
Parið var glæsilegt er það mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. Ljósmynd/AFP

Bandaríski leikarinn Patrick Schwarzenegger og unnusta hans, fyrirsætan Abby Champion, fara með aðalhlutverk í nýrri auglýsingaherferð nærfatamerkisins Skims, sem er í eigu raunveruleikastjörnunnar og athafnakonunnar Kim Kardashian.

Bandaríski leikarinn Patrick Schwarzenegger og unnusta hans, fyrirsætan Abby Champion, fara með aðalhlutverk í nýrri auglýsingaherferð nærfatamerkisins Skims, sem er í eigu raunveruleikastjörnunnar og athafnakonunnar Kim Kardashian.

Nýjasta undirfatalína Skims er svokölluð brúðkaupslína og eru nærfötin með rómantísku og eggjandi ívafi, fullkomin fyrir brúðkaupsnóttina.

Á myndunum klæðist Champion fallegum hvítum blúndu- og silkinærfötum og Schwarzenegger, í hlutverki brúðguma, stendur henni við hlið klæddur í smóking og með þverslaufu.

Öruggur í eigin skinni

Ein mynd af unga parinu hefur þó vakið sérstaka athygli á Instagram-síðu Skims, en á þeirri mynd er Schwarzenegger kviknakinn og með hvítan brúðarvönd til að hylja sitt allra heilagasta.

Schwarzenegger er öruggur í eigin skinni og ófeiminn við að koma nakinn fram eins og aðdáendur nýjustu seríu The White Lotus komust að. Leikarinn, sem fer með hlutverk Saxon Ratcliff, sprangaði um nakinn í fyrsta þætti seríunnar, mörgum til mikillar ánægju.

Schwarzenegger, 31 árs, og Champion, 28 ára, eiga tíu ára sambandsafmæli í ár og ætla að fagna með því að ganga í hjónaband síðar á árinu.

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)



mbl.is