Skilaboðin að það sé í lagi að tala ekki íslensku

Dagmál | 19. mars 2025

Skilaboðin að það sé í lagi að tala ekki íslensku

„Með því að opinberar stofnanir bjóði upp á ensku og pólsku þá skil ég þetta þannig að þar með séu send skilaboð til fólks að það geti lifað sínu lífi án þess að þú lærir íslensku,“ segir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, í umræðu um stöðu íslenskunnar.

Skilaboðin að það sé í lagi að tala ekki íslensku

Dagmál | 19. mars 2025

„Með því að opinberar stofnanir bjóði upp á ensku og pólsku þá skil ég þetta þannig að þar með séu send skilaboð til fólks að það geti lifað sínu lífi án þess að þú lærir íslensku,“ segir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, í umræðu um stöðu íslenskunnar.

„Með því að opinberar stofnanir bjóði upp á ensku og pólsku þá skil ég þetta þannig að þar með séu send skilaboð til fólks að það geti lifað sínu lífi án þess að þú lærir íslensku,“ segir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, í umræðu um stöðu íslenskunnar.

Snorri og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, ræddu m.a. um stöðu íslenskunnar og innflytjenda á Íslandi í Dagmálaþætti dagsins í ljósi þess að fimmtungur landsmanna er aðfluttur.

Spurður hvort ekki sé nauðsynlegt að koma gagnlegum upplýsingum til fólks óháð tungumáli þá bendir Snorri á að þessi tilhneiging hins opinbera fari langt út fyrir slíkar aðgerðir.

Efni sem aldrei kemur fram á íslensku 

„Fjölmiðlun í Ríkisútvarpinu er t.d. bæði á ensku og pólsku. Þetta er oft efni sem er bara á ensku og pólsku en hefur enga viðkomu í íslensku. Ég sé ekki hvernig það er hrein praktísk þörf á þessu. Þetta er frekar menningarstefna,“ segir Snorri.

Nauðsynlegt að fá grunnupplýsingar 

„Ég deili ekki nákvæmlega þessum áhyggjum Snorra,“ segir Lilja.

„En ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt fyrir foreldra sem koma hingað að fá ákveðnar grunnupplýsingar á erlendu tungumáli. En ég fagna því að þessi umræða hafi verið í þinginu,“ segir Lilja.

 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Snorri Másson, ræddu við Dagmál mbl.is
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Snorri Másson, ræddu við Dagmál mbl.is mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is