12 ógeðslegir hlutir sem maður gerir með makanum

Samskipti kynjanna | 6. apríl 2025

12 ógeðslegir hlutir sem maður gerir með makanum

Tímaritið The Stylist fór á stúfana og kannaði hvaða ógeðslegu ávanar fólk í parasamböndum gerir með hvort öðru. 

12 ógeðslegir hlutir sem maður gerir með makanum

Samskipti kynjanna | 6. apríl 2025

Sumir elska að kreista bólur makans eða fjarlægja inngróin hár …
Sumir elska að kreista bólur makans eða fjarlægja inngróin hár af prívat stöðum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Tímaritið The Stylist fór á stúfana og kannaði hvaða ógeðslegu ávanar fólk í parasamböndum gerir með hvort öðru. 

Tímaritið The Stylist fór á stúfana og kannaði hvaða ógeðslegu ávanar fólk í parasamböndum gerir með hvort öðru. 

  1. „Makinn minn þurfti einu sinni að leita að túrtappa sem hafði festst inni í mér eftir að bandið slitnaði af.“
  2. „Ég tek þurra húð af vörunum hans á morgnana. Ég þoli ekki að horfa á flagnaða húð.“
  3. „Ég leyfi kærastanum alltaf að finna lyktina af prumpinu mínu og giska hvað ég borðaði yfir daginn. Þetta varð að skemmtilegum leik á milli okkar. Við erum hætt saman núna en þetta er það eina sem ég sakna úr sambandinu okkar.“
  4. „Ég þríf klósettin á heimilinu okkar og ég hef því séð kúkaleyfar hans oftar en ég kæri mig um. Ég lít á þetta sem merki um gott samband. Ég elska hann enn þrátt fyrir að hafa séð kúkinn hans. Hjá sumum myndi slokkna á ástinni en ég tel að ástin hafi dýpkað.“
  5. „Kærastinn minn sækir ló úr nafla sínum og réttir mér. Þetta er orðin hefð.“
  6. „Ég og fyrrverandi kærastinn minn deildum alltaf tannbursta. Ég skil ekki afhverju fólki finnst það skrítið. Maður er alltaf í sleik þannig að afhverju ekki að nota sama tannbursta. Sýklarnir eru hvort eð er alltaf þarna á flakki á milli okkar.“
  7. „Makinn minn hefur fjarlægt inngróin hár af píkusvæðinu með plokkara.“
  8. „Ég kúka oft á meðan hann er í sturtu. Hann hefur séð mig fæða börn. Það er allt leyfilegt eftir það.“
  9. „Ég kreisti oft bólurnar hans og þá sérstaklega bólurnar á rassinum. Draumurinn er að finna einhvern tímann inngróið hár á rassinum sem er orðið að stóru kýli sem ég get meðhöndlað.“
  10. „Ég elska svitalyktina hans. Stundum gref ég mig í handakrikann hans.“
  11. „Ég bora í nefið hans.“
  12. „Við deilum rakvél. Veit ekki hvort það sé slæmt en ég segi yfirleitt engum frá því af einhverjum sökum.“
mbl.is