„Rannsóknin ekki flókin“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

„Rannsóknin ekki flókin“

„Mál mannsins er í rannsókn og mér líst þannig á það að sú rannsókn sé ekki flókin og hefur sinn gang.“

„Rannsóknin ekki flókin“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

Lögreglan að störfum við Grindavík í síðustu viku.
Lögreglan að störfum við Grindavík í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mál mannsins er í rannsókn og mér líst þannig á það að sú rannsókn sé ekki flókin og hefur sinn gang.“

„Mál mannsins er í rannsókn og mér líst þannig á það að sú rannsókn sé ekki flókin og hefur sinn gang.“

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við mbl.is, spurður út í mál Hermanns Ólafssonar, Grindvíkings og fyrrverandi forstjóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Stakkavíkur, sem var handtekinn fyrir að beina byssu að björgunarsveitarmanni í Grindavík fyrir viku síðan, skömmu eftir að eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni.

Úlfar segir að ekki hafi verið gefin út ákæra á hendur Hermanni enda sé rannsókn málsins ekki lokið.

Hermann sagði í samtali við mbl.is eftir handtökuna að það hafi verið haugalygi að hann hafi beint byssu að björgunarsveitarmanninum.

„Þetta var versti dagur í mínu lífi,“ sagði Hermann við mbl.is. Hann sagði að björgunarsveitarmaðurinn hafi beðið um að fá að taka mynd og hann hafi þá í gríni stungið haglabyssu upp í loftið, viðstöddum til mikillar skemmtunar, að því er hann sagði.

mbl.is