Skjálftavirkni dregst örlítið saman

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

Skjálftavirkni dregst örlítið saman

Örlítið hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag þó enn mælist skjálftar í norðanverðum kvikuganginum. Mælingar benda til þess að landris sé hafið að nýju á svæðinu.

Skjálftavirkni dregst örlítið saman

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að því svæði þar …
Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að því svæði þar sem kvikugangurinn liggur undir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örlítið hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag þó enn mælist skjálftar í norðanverðum kvikuganginum. Mælingar benda til þess að landris sé hafið að nýju á svæðinu.

Örlítið hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag þó enn mælist skjálftar í norðanverðum kvikuganginum. Mælingar benda til þess að landris sé hafið að nýju á svæðinu.

Tæp vika er nú liðin frá því átt­unda eld­gosið hófst á Sund­hnúkagígaröðinni síðan gos­hrin­an þar hófst í des­em­ber 2023. Þetta var stysta eld­gosið í hrin­unni en það stóð yfir í um sex klukku­stund­ir.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að um 70 skjálftar hafi mælst í dag, sem virðist stefna í örlitla fækkun frá gærdeginum þegar þeir mældust 120 talsins.

Flestir þessara skjálfta hafa orðið í kvikuganginum en einnig hafa gikkskjálftar gert vart við sig við Kleifarvatn, Reykjanestá og Eldey. Gikkskjálfti 3 að stærð mældist við Eldey um kl. 14 í dag.

mbl.is