Boða sókn í menntamálum en skera niður á sama tíma

Skólakerfið í vanda | 8. apríl 2025

Boða sókn í menntamálum en skera niður á sama tíma

Skera á niður um 1,5 milljarð króna í menntamálum á næstu fimm árum, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þar af um milljarð króna strax á milli áranna 2025 til 2026. 

Boða sókn í menntamálum en skera niður á sama tíma

Skólakerfið í vanda | 8. apríl 2025

Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra.
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Karítas

Skera á niður um 1,5 milljarð króna í menntamálum á næstu fimm árum, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þar af um milljarð króna strax á milli áranna 2025 til 2026. 

Skera á niður um 1,5 milljarð króna í menntamálum á næstu fimm árum, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þar af um milljarð króna strax á milli áranna 2025 til 2026. 

Er þetta gert á sama tíma og stórsókn er boðuð í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat, eins og segir í sömu fjármálaáætlun.

Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla gagnrýnir boðaðan niðurskurð harðlega og segir að hann muni koma niður á mikilvægum verkefnum. Stjórn samtakanna hefur sent öllum þingmönnum póst þar sem niðurskurðinum er harðlega mótmælt.

Stjórn Heimilis og skóla hefur sent þingmönnum bréf þar sem …
Stjórn Heimilis og skóla hefur sent þingmönnum bréf þar sem niðurskurðurinn er harðlega gagnrýndur. Samsett mynd

Tímabundnar fjárheimildir felldar niður

1,5 milljarða króna lækkun er boðuð á útgjaldaramma á málefnasviðinu „önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála“ í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030, en undir það svið heyra til dæmis að einhverju leyti leik- og grunnskólastigið.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að menntun, bæði formleg og óformleg, sem og náms- og vinnuumhverfi nemenda og kennara styðji við inngildingu, jöfnuð og farsæld og standist alþjóðlegan samanburð, að segir í fjármálaáætluninni.

Tekið er fram að helstu breytingarnar verði vegna niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda, til dæmis vegna aðgerða í málefnum útlendinga og lækkunar vegna aðhaldstillagna frá hagræðingarhópi.

Eins og enginn ráðherra hafi verið til staðar

„Mesti fáránleikinn í þessu er að það eru fögur fyrirheit um að gera Ísland að besta kerfinu, en svo á bara að skera niður,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, í samtali við mbl.is, en hann ritaði einnig grein um málið á Vísi í gær.

„Það lítur hreinlega út fyrir að það hafi verið ákveðið að skera niður og að enginn ráðherra hafi verið til staðar til að verja eitt né neitt,“ bætir hann við.

Ráðherraskipti urðu í mennta- og barnamálaráðuneytinu undir lok marsmánaðar, en þá sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir af sér embætti og Guðmundur Ingi Kristinsson tók við.

Sigurður bendir á að það sé ekki útskýrt sérstaklega í áætluninni hvað það feli í sér að fella niður tímabundnar fjárheimildir. 

Í raunveruleikanum þýði það hins vegar að fjöldi mikilvægra verkefna verði lögð niður. Þar á meðal ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra í skólasamfélagið og farsældarsáttmáli Heimilis og skóla sem hafi haft jákvæð áhrif við að efla foreldrasamstarf. 

Samningur dreginn til baka með engum fyrirvara

„Við höfum verið að fara um allt land með stuðningi frá ráðuneytinu, meðal annars, en nú á að aflýsa því öllu.

Við vorum komin með samning á borðið fyrir þetta ár en hann var dreginn til baka með nánast engum fyrirvara. Við fáum einhvern stuðning, en svo á að ræða málin eftir að fjárhagsáætlun klárast.“

Sigurður segir að í fljótu bragði virðist niðurskurður hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu í heild nema um 5 til 7 milljörðum króna.

„Það er stórmál ef það á að bjarga ríkisreikningum í gegnum börnin.“ 

mbl.is