„Endar í tómu kaosi í sumar ef ekkert verður að gert“

Skólakerfið í vanda | 10. apríl 2025

„Endar í tómu kaosi í sumar ef ekkert verður að gert“

Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, segir stefna í óefni í haust þegar kemur að innritun nemenda í framhaldsskóla. Árgangurinn sem nú er að útskrifast úr 10. bekk sé sá fjölmennasti í sögunni en fyrirséð sé að í fjárlögum fylgi ekki fjármagn til þess að taka við öllum nemendum.

„Endar í tómu kaosi í sumar ef ekkert verður að gert“

Skólakerfið í vanda | 10. apríl 2025

Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, segir stefna í óefni í …
Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, segir stefna í óefni í innritunarmálum framhaldsskólanema í haust. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, segir stefna í óefni í haust þegar kemur að innritun nemenda í framhaldsskóla. Árgangurinn sem nú er að útskrifast úr 10. bekk sé sá fjölmennasti í sögunni en fyrirséð sé að í fjárlögum fylgi ekki fjármagn til þess að taka við öllum nemendum.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, segir stefna í óefni í haust þegar kemur að innritun nemenda í framhaldsskóla. Árgangurinn sem nú er að útskrifast úr 10. bekk sé sá fjölmennasti í sögunni en fyrirséð sé að í fjárlögum fylgi ekki fjármagn til þess að taka við öllum nemendum.

Þannig sé t.a.m. fyrirséð að Borgarholtsskóli muni þurfa að hafna mörgum nemendum um inngöngu að óbreyttu.

Áætlað er að um 5.200 nemendur útskrifist úr 10. bekk í haust en til samanburðar voru um 4.600 sem útskrifuðust árið 2023 og rúmlega 4.700 árið 2024.

Stærsti árgangur sögunnar 

„Það er ákveðið á fjárlögum hversu marga nemendur við getum tekið inn í skólann á hverju ári. Hjá okkur var veitt aukalegt fjármagn fyrir 20 nemendaígildum í fjárlögum en hins vegar fjölgaði umsóknum hjá okkur um 25% síðastliðið haust. Nú mun stærsti árgangur í sögunni sækja um framhaldsskólavist næsta haust. Í ofanálag var ég beðinn um að taka inn aukanemendur síðasta haust gegn loforði um að ég myndi fá það bætt. Það gekk svo ekki eftir, þannig að við höfum verið að kenna mun fleiri nemendum en fjárlög leyfa. Það þýðir í raun að það séu of fáir kennarar til staðar fyrir nemendur,“ segir Ársæll.

Hefur varað við frá því í janúar 

Hann segir skólanum óheimilt að fara yfir þann fjölda sem tilgreindur er í fjárlögum og helst hann í hendur við nemendaígildi. Hvert nemendaígildi, eða kostnaður við hvern nemanda, er um 2,5 milljónir króna á ári.

„Fjárlögin endurspegla ekki þann fjölda sem mun sækja um nám. Ég hef verið að vara við því í ráðuneytinu frá því í janúar að það blikki öll viðvörunarljós. Bæði í sérnámsbrautum og í bóknámsbrautum,“ segir Ársæll.

Hann segir stöðuna svipaða hjá öðrum skólum og vill hann að gripið sé inn í áður en í óefni sé komið.

„Þetta endar í tómu „kaosi“ í sumar ef ekkert verður að gert,“ segir Ársæll.

Styttingin mesta framfaraskref síðari ára

Hann bendir á að brottfall úr framhaldsskólum hafi minnkað mikið eftir að stúdentspróf var stytt sem hann segir mesta framfaraskref síðari ára í íslensku menntakerfi. Hins vegar þýðir það jafnframt að plássin séu betur nýtt á milli ára.

„Skólarnir eru fullir og við erum með fleiri nemendur heldur en við fáum borgað fyrir í fjárlögum til að ráða kennara. Við eigum að hagræða en staðan er þannig að ég er með of marga núna á vorönninni og ef ég á að taka við nemendum í haust þá er fyrirséð að ég mun þurfa að hafna mun fleirum en ég hefði viljað gera,“ segir Ársæll.

mbl.is