Enn dregið úr vægi námsárangurs

Skólakerfið í vanda | 11. apríl 2025

Enn dregið úr vægi námsárangurs

Ný kvótakerfi sem mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað eru hluti af blekkingarleik um að á Íslandi sé allt í himnalagi þegar kemur að menntun barna.

Enn dregið úr vægi námsárangurs

Skólakerfið í vanda | 11. apríl 2025

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Karítas

Ný kvótakerfi sem mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað eru hluti af blekkingarleik um að á Íslandi sé allt í himnalagi þegar kemur að menntun barna.

Ný kvótakerfi sem mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað eru hluti af blekkingarleik um að á Íslandi sé allt í himnalagi þegar kemur að menntun barna.

Kvótakerfin munu draga úr vægi námsárangurs í stað þess að leiðrétta óréttlætið sem felst nú í því hvernig nemendur eru metnir inn í framhaldsskóla.

Þetta kemur fram í tísti Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann gerir nýtt frumvarp mennta- og barnamálaráðherra að umtalsefni.

Frumvarpinu er ætlað að auka heimildir framhaldsskóla að taka inn nemendur á öðrum grundvelli en námsárangri.

Geta framhaldsskólar þannig einnig haft breytur á borð við kyn og fötlun til hliðsjónar þegar nemendur eru valdir í skólana. Er yfirlýst markmið að auka fjölbreytni í nemendahópnum. 

Óréttlætið leiðrétt með sérstöku frumvarpi

Snorri segir íslenska framhaldsskóla lengi hafa staðið frammi fyrir því að geta ekki almennilega reitt sig á ósamræmdar lokaeinkunnir úr grunnskólum við innritun nemenda.

„[S]ums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana.“

Hann bendir á að í stað þess að innleiða traustari aðferðir við að meta árangur nemenda við lok grunnskóla kjósi stjórnvöld að fara þá leið að líta til sjónarmiða sem kalla ekki fram sanngjarnara mat á árangri nemenda.

„Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla.“

Snorri telur efni frumvarpsins vonbrigði.

Lögfesta mismunun

„Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis,“ ritar Snorri.

„Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun.“

Í stað þessa nýja kerfis kallar Snorri eftir því að stjórnvöld tryggi það að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum.

„Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi.“

mbl.is