Aðgerðir til að bregðast við PISA kynntar eftir PISA

Skólakerfið í vanda | 13. apríl 2025

Aðgerðir til að bregðast við PISA kynntar eftir PISA

Ný aðgerðaáætlun í menntamálum sem síðasta ríkisstjórn ætlaði að kynna 21. júní á síðasta ári, fyrir tæpum tíu mánuðum, liggur enn á borði ráðuneytisins.

Aðgerðir til að bregðast við PISA kynntar eftir PISA

Skólakerfið í vanda | 13. apríl 2025

Áætlunin átti að gilda fyrir tímabilið 2024 til 2027.
Áætlunin átti að gilda fyrir tímabilið 2024 til 2027. Samsett mynd/Karítas

Ný aðgerðaáætlun í menntamálum sem síðasta ríkisstjórn ætlaði að kynna 21. júní á síðasta ári, fyrir tæpum tíu mánuðum, liggur enn á borði ráðuneytisins.

Ný aðgerðaáætlun í menntamálum sem síðasta ríkisstjórn ætlaði að kynna 21. júní á síðasta ári, fyrir tæpum tíu mánuðum, liggur enn á borði ráðuneytisins.

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra, segist vera að kynna sér aðgerðirnar. Ekki liggur fyrir hvenær þær verða kynntar.

Áætlunin átti að gilda fyrir tímabilið 2024 til 2027 og áttu m.a. að bregðast við slökum árangri íslenskra grunnskólanema í PISA-könnuninni árið 2022, sem lögð er fyrir á þriggja ára fresti. 

Nú hafa grunnskólanemar tekið aðra PISA-könnun án þess að aðgerðir til að bregðast við þeirri sem á undan kom hafi verið kynntar.

mbl.is