Tugmilljarðatjón af völdum veiðigjalda

Veiðigjöld | 15. apríl 2025

Tugmilljarðatjón af völdum veiðigjalda

Tvöföldun veiðigjalda, eins og ríkisstjórnin hyggst innleiða, gæti rýrt verðmæti skráðra sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni um 53 milljarða króna og dregið verulega úr hvata til fjárfestinga í greininni vegna minni arðsemi.

Tugmilljarðatjón af völdum veiðigjalda

Veiðigjöld | 15. apríl 2025

Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld.
Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld. Morgunblaðið/Eggert

Tvöföldun veiðigjalda, eins og ríkisstjórnin hyggst innleiða, gæti rýrt verðmæti skráðra sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni um 53 milljarða króna og dregið verulega úr hvata til fjárfestinga í greininni vegna minni arðsemi.

Tvöföldun veiðigjalda, eins og ríkisstjórnin hyggst innleiða, gæti rýrt verðmæti skráðra sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni um 53 milljarða króna og dregið verulega úr hvata til fjárfestinga í greininni vegna minni arðsemi.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Jakobsson Capital, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Varað er við því að komi einnig til ytri áfalla – svo sem lélegrar nýliðunar loðnustofns eða viðskiptastríðs – sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi“.

mbl.is