„Við höfum ekki fengið svar“

Leikskólamál | 16. apríl 2025

„Við höfum ekki fengið svar“

„Við höfum ekki séð neina auglýsingu, þetta átti að gerast í síðustu viku og svo átti að gefa þessu þrjár vikur eftir að auglýsinginn væri komin í loftið til að sjá hvernig gengi. Við pressuðum á að það yrði tímarammi á þessu,“ segir Erna Sigurðardóttir móðir á Seltjarnarnesi þar sem leikskólamál hafa um nokkurt skeið verið í ólestri.

„Við höfum ekki fengið svar“

Leikskólamál | 16. apríl 2025

Erna Sigurðardóttir fer yfir úrræðaleysi foreldra á Seltjarnarnesi vegna ólestrar …
Erna Sigurðardóttir fer yfir úrræðaleysi foreldra á Seltjarnarnesi vegna ólestrar á leikskólamálum og spyr hvort bærinn hafi íhugað það útsvarstap sem hann verði fyrir við að fjöldi foreldra komist ekki út á vinnumarkaðinn. Ljósmynd/Aðsend

„Við höfum ekki séð neina auglýsingu, þetta átti að gerast í síðustu viku og svo átti að gefa þessu þrjár vikur eftir að auglýsinginn væri komin í loftið til að sjá hvernig gengi. Við pressuðum á að það yrði tímarammi á þessu,“ segir Erna Sigurðardóttir móðir á Seltjarnarnesi þar sem leikskólamál hafa um nokkurt skeið verið í ólestri.

„Við höfum ekki séð neina auglýsingu, þetta átti að gerast í síðustu viku og svo átti að gefa þessu þrjár vikur eftir að auglýsinginn væri komin í loftið til að sjá hvernig gengi. Við pressuðum á að það yrði tímarammi á þessu,“ segir Erna Sigurðardóttir móðir á Seltjarnarnesi þar sem leikskólamál hafa um nokkurt skeið verið í ólestri.

Vísar Erna til auglýsingar eftir annars vegar dagforeldrum sem vilja starfa í húsnæði á vegum bæjarins í Seltjarnarneskirkju og hins vegar dagforeldrum sem vilja starfa í eigin rými, en fyrirætlun um auglýsingarnar var kynnt foreldrum á fundi með bæjarstjóra nýverið.

mbl.is