Lýsa efa um forsendur frumvarps

Veiðigjöld | 17. apríl 2025

Lýsa efa um forsendur frumvarps

Norska lögfræðistofan Wikborg-Rein bendir í greiningu sinni, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, á fjölmarga galla sem stofan telur vera á frumvarpi stjórnvalda um hækkun veiðigjalda með tilliti til álagningar á uppsjávartegundir. Meðal annars er vísað til þess að meðalverð á uppboðsmarkaði fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna sé einmitt meðalverð og geti því ekki endurspeglað raunverulegt verðmæti afla sem skip landar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skráningarkerfum í Noregi sem dragi úr áreiðanleika gagna.

Lýsa efa um forsendur frumvarps

Veiðigjöld | 17. apríl 2025

Lagt er til að skattleggja uppsjávarveiðar á grundvelli verðs í …
Lagt er til að skattleggja uppsjávarveiðar á grundvelli verðs í Noregi. Það gefur ekki endilega rétta mynd. mbl.is/Sigurður Bogi

Norska lögfræðistofan Wikborg-Rein bendir í greiningu sinni, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, á fjölmarga galla sem stofan telur vera á frumvarpi stjórnvalda um hækkun veiðigjalda með tilliti til álagningar á uppsjávartegundir. Meðal annars er vísað til þess að meðalverð á uppboðsmarkaði fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna sé einmitt meðalverð og geti því ekki endurspeglað raunverulegt verðmæti afla sem skip landar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skráningarkerfum í Noregi sem dragi úr áreiðanleika gagna.

Norska lögfræðistofan Wikborg-Rein bendir í greiningu sinni, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, á fjölmarga galla sem stofan telur vera á frumvarpi stjórnvalda um hækkun veiðigjalda með tilliti til álagningar á uppsjávartegundir. Meðal annars er vísað til þess að meðalverð á uppboðsmarkaði fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna sé einmitt meðalverð og geti því ekki endurspeglað raunverulegt verðmæti afla sem skip landar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skráningarkerfum í Noregi sem dragi úr áreiðanleika gagna.

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld er lagt til að veiðigjald á norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl taki mið af uppboðsverði á mörkuðum í Noregi. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins hefði það í för með sér, miðað við álagningu síðasta árs, að veiðigjald á makríl yrði 1.705% hærra, 174% hærra á norsk-íslenska síld, en 9,5% lægra á kolmunna.

mbl.is