Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Veiðigjöld | 18. apríl 2025

Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Ótvírætt er að veiðigjöld – og því einnig hækkun þeirra – leiði til samþjöppunar aflaheimilda í íslenskum sjávarútvegi og gæti til lengri tíma rýrt skattstofna ríkissjóðs. Það var að minnsta kosti mat höfunda skýrslu stefnumótunarverkefnisins Auðlindarinnar okkar.

Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Veiðigjöld | 18. apríl 2025

Álagning veiðigjalda er sögð leiða til þess að útgerðum fækki …
Álagning veiðigjalda er sögð leiða til þess að útgerðum fækki og samþjöppun verði í eignarhaldi aflaheimilda. mbl.is/Árni Sæberg

Ótvírætt er að veiðigjöld – og því einnig hækkun þeirra – leiði til samþjöppunar aflaheimilda í íslenskum sjávarútvegi og gæti til lengri tíma rýrt skattstofna ríkissjóðs. Það var að minnsta kosti mat höfunda skýrslu stefnumótunarverkefnisins Auðlindarinnar okkar.

Ótvírætt er að veiðigjöld – og því einnig hækkun þeirra – leiði til samþjöppunar aflaheimilda í íslenskum sjávarútvegi og gæti til lengri tíma rýrt skattstofna ríkissjóðs. Það var að minnsta kosti mat höfunda skýrslu stefnumótunarverkefnisins Auðlindarinnar okkar.

Í skýrslu verkefnisins, Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur, sem birt var í ágúst 2023 segir: „Álagning veiðigjalda ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukinnar hagræðingar, þar sem þau fyrirtæki sem ekki geta staðið undir gjaldinu hverfa úr greininni annaðhvort með því að leggja niður starfsemi eða með því að sameinast öðrum fyrirtækjum.“

mbl.is