Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Veiðigjöld | 19. apríl 2025

Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Hugmyndir stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum þarf að skoða betur og mjög óheppilegt að ætla að hækka álögur á greinina í því mikla óvissuástandi sem tollastefna Trumps hefur skapað.

Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Veiðigjöld | 19. apríl 2025

Tinna Gilbertsdóttir bendir m.a. á að það sé undarlegt að …
Tinna Gilbertsdóttir bendir m.a. á að það sé undarlegt að ætla að leggja til grundvallar, við útreikning á veiðigjöldum, verð uppsjávartegunda á Noregsmarkaði enda íslenska og norska varan alls ekki ekki samanburðarhæfar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hugmyndir stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum þarf að skoða betur og mjög óheppilegt að ætla að hækka álögur á greinina í því mikla óvissuástandi sem tollastefna Trumps hefur skapað.

Hugmyndir stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum þarf að skoða betur og mjög óheppilegt að ætla að hækka álögur á greinina í því mikla óvissuástandi sem tollastefna Trumps hefur skapað.

„Ég vil biðla til allra sem hafa hagsmuna að gæta að eiga gott samtal um þetta mál og hafa allar staðreyndir á hreinu áður en svona risastór ákvörðun er tekin.“

Þetta segir Tinna Gilbertsdóttir, formaður Kvenna í sjávarútvegi, þegar hún er spurð hvernig henni lítist á hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar um breytingar á auðlindagjaldi sjávarútvegsins.

Tinna, sem þekkir mjög vel til í greininni, bendir á að sú útfærsla sem ríkisstjórnin hefur lagt til geti falið í sér að upphæð veiðigjaldanna allt að tvöfaldist frá því sem nú er og geti þessi viðbótarskattlagning bæði valdið því að sum íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hreinlega leggi upp laupana, og einnig að vinnsla á fiski færist í auknum mæli úr landi.

mbl.is