5% Íslendinga hefur verið í opnu sambandi

Samskipti kynjanna | 25. apríl 2025

5% Íslendinga hefur verið í opnu sambandi

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þekkingarfyrirtækið Prósent framkvæmdi er 5% Íslendinga í eða hefur verið í opnu sambandi, þar af eru 2% svarenda núna í opnu sambandi.

5% Íslendinga hefur verið í opnu sambandi

Samskipti kynjanna | 25. apríl 2025

Eldra fólk hefur minni áhuga á opnu sambandi en yngra …
Eldra fólk hefur minni áhuga á opnu sambandi en yngra fólk meiri. Tim Mossholder/Unsplash

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þekkingarfyrirtækið Prósent framkvæmdi er 5% Íslendinga í eða hefur verið í opnu sambandi, þar af eru 2% svarenda núna í opnu sambandi.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þekkingarfyrirtækið Prósent framkvæmdi er 5% Íslendinga í eða hefur verið í opnu sambandi, þar af eru 2% svarenda núna í opnu sambandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Prósent.

Eitthvað virðist karlpeningurinn áhugasamari um opin sambönd en marktækt fleiri konur eða 84% á móti 78% karla segjast ekki hafa áhuga á opnu sambandi. 

Framkvæmd könnunarinnar fór fram á netinu dagana 28. mars til 15. apríl. Úrtakið voru 2.300 einstaklingar úr könnunarhópi Prósents, á aldrinum 18 ára og eldri og var svarhlutfallið 51%.

Hlutfall svarenda sem hafa ekki verið í opnu sambandi en segjast opnir fyrir því er alls 8%. Þá eru 81% sem segjast hafa engan áhuga á opnu sambandi.

Alls 11% karlkyns svarenda könnunarinnar segjast ekki hafa verið í opnu sambandi en myndu vilja prófa miðað við 6% kvenna.

Marktækt fleiri konur eða 84% á móti 78% karla segjast …
Marktækt fleiri konur eða 84% á móti 78% karla segjast ekki hafa áhuga á opnu sambandi. Lucas Newton/Unsplash

Yngsti hópur svarenda (18-24 ára) og elsti hópurinn (65 ára og eldri) hafa marktækt minni áhuga á opnu sambandi en hinir hóparnir.

Þegar borin er saman pólitík og áhugi á opnu sambandi kemur í ljós að 15% þeirra sem myndu kjósa aðra en fimm stærstu flokkana hafa ekki verið í opnu sambandi en eru opnir fyrir því. Það hlutfall er hærra en hjá þeim sem myndu kjósa t.d. Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Flokk Fólksins.

mbl.is