Eflaust hefur einhverjum brugðið í brún þegar þeir fóru inn á vef Seðlabanka Íslands í morgun til að glöggva sig á nýjum verðbólgutölum.
Eflaust hefur einhverjum brugðið í brún þegar þeir fóru inn á vef Seðlabanka Íslands í morgun til að glöggva sig á nýjum verðbólgutölum.
Eflaust hefur einhverjum brugðið í brún þegar þeir fóru inn á vef Seðlabanka Íslands í morgun til að glöggva sig á nýjum verðbólgutölum.
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,2% sem er hækkun frá fyrri mánuði.
Eitthvað hafa þó aukastafir skolast til á vefnum þar sem fram kom með áberandi hætti og mjög stóru letri á forsíðu vefsins í morgun að verðbólga væri nú 42%.
Þess má geta að verðbólga í Tyrklandi er um 38% og í Argentínu um 56% en Íslendingar geta varpað öndinni léttar, því þótt verðbólga hafi aukist frá fyrra mánuði þá jókst hún aðeins um 0,4 prósentustig en ekki 38,2 á milli mánaða.
Síðast mældist verðbólga í kringum 42% á Íslandi í apríl árið 1984.
Vefur bankans hefur fengið uppfærslu og að því tilefni er lesendum hans bent á að senda ábendingar um hvað betur megi fara í gegnum sérstakt form. Það gerði blaðamaður vitaskuld.
Á meðan fréttin var unnin brást starfsfólk Seðlabankans skjótt við og færði verðbólgutölur til rétts horfs.