Börn fárveik eftir að hafa sniffað gas úr svitalyktareyði

Dagmál | 30. apríl 2025

Börn fárveik eftir að hafa sniffað gas úr svitalyktareyði

„Það er ekkert langt síðan að við fengum til okkar holskeflu af ungu fólki sem var að sniffa hársprey og alls konar svona dunka,“ segir Rúna Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi, í Dagmálum.

Börn fárveik eftir að hafa sniffað gas úr svitalyktareyði

Dagmál | 30. apríl 2025

„Það er ekkert langt síðan að við fengum til okkar holskeflu af ungu fólki sem var að sniffa hársprey og alls konar svona dunka,“ segir Rúna Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi, í Dagmálum.

„Það er ekkert langt síðan að við fengum til okkar holskeflu af ungu fólki sem var að sniffa hársprey og alls konar svona dunka,“ segir Rúna Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi, í Dagmálum.

Rúna segir alls kyns válegar tískubylgjur spretta reglulega upp af samfélagsmiðlum og höfða til ungmenna forvitni þeirra vegna. Ein þessara tískubylgja er að sniffa gas til þess að komast í vímu. Foreldra barnanna segir hún oft vera algerlega grunlausa um stöðuna enda geti það reynst þeim vandasamt að tengja venjulegan svitalyktareyði við vímugjafa.  

Tólf ára börn farin að „gasa“

„Þurrsjampó hefur líka verið mjög vinsælt og ef þú ert stelpa þá lítur það ekkert illa út að það séu nokkrir þurrsjampóbrúsar inni hjá þér,“ útskýrir Rúna og segir mikilvægt að foreldrar skoði stafræn spor barna sinna reglulega til að lágmarka skaðann sem af varhugaverðum tískubylgjum getur stafað.

„Sumir voru að fara með kannski tíu brúsa af háspreyi og svitaspreyi í hvert skipti og bara köstuðu upp og urðu rosalega veik. Það var eitthvað sem kom allt í einu upp af netinu en núna er það að mestu leyti búið,“ segir hún.

Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára hafi orðið uppvís um að sniffa gas og orðið alvarlega veik í kjölfarið. Um misalvarleg veikindi er að ræða en í sumum tilvikum köstuðu börnin upp, féllu í yfirlið og urðu fyrir súrefnisskorti.  

„Ég held að það sé svolítið út af því að það fréttist að nokkrir urðu mjög alvarlega veikir og þá bökkuðu hinir aðeins þannig þau hlusta aðeins á viðbrögð okkar. Svo þegar þau heyra meira af stráknum sem datt niður og rak höfuðið svo illa í að hann hlaut alvarlega heilahristing og er varla búinn að jafna sig á því á bakka þau. Þau frétta þetta öll því af því þau eru svo tengd í gegnum netið.“

Foreldrar láti netnotkun barna sinna sig varða

Að sögn Rúnu eru allt of fáir foreldrar sem láta netnotkun barna sinna sig raunverulega  varða. Það sé eitthvað sem þurfi að breytast því í mörgum tilfellum geti það komið í veg fyrir að börn lendi í alvarlegum atvikum.

„Maður getur svo sannarlega reynt að seinka þessu og gera þeim erfitt fyrir með því að vera virkur þátttakandi og fylgjast vel með lífinu þeirra,“ segir hún.

„Við getum pottþétt haft áhyggjur af aðgangi unglinga að netinu, alheimsvefnum. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því heldur en tölvuleikjum. Þau eru svo áhrifagjörn og þar geta þau fundið hvað sem er, það er ekkert þak á því,“ segir Rúna og hefur áhyggjur af stöðu barna sem þekkja ekkert annað en að hafa aðgang að alheiminum í lófum sér; í gegnum snjallsíma.

„Það er orðið svo mikið umburðarlyndi gagnvart vímuefnum. Bæði á netinu, meðvitað til að hafa áhrif á ungmenni, en líka bara svolítið í þjóðfélaginu.“

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að nálgast viðtalið við Rúnu í heild sinni.

Dæmi eru um að börn niður í tólf ára aldur …
Dæmi eru um að börn niður í tólf ára aldur hafi komist í vímu í gegnum gashylki á ýmsum brúsum. Samsett mynd/Pexels/Mart Productions/Keiron Crask
mbl.is