Donald Trump þótti skringilegur til fara í útförinni

Fatastíllinn | 30. apríl 2025

Donald Trump þótti skringilegur til fara í útförinni

Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti athygli í bláum jakkafötum við útför Frans páfa sem fór fram þann 26. apríl síðastliðinn.

Donald Trump þótti skringilegur til fara í útförinni

Fatastíllinn | 30. apríl 2025

Melana Trump stóð svartklædd við hlið eiginmannsins.
Melana Trump stóð svartklædd við hlið eiginmannsins. Mandel Ngan/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti athygli í bláum jakkafötum við útför Frans páfa sem fór fram þann 26. apríl síðastliðinn.

Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti athygli í bláum jakkafötum við útför Frans páfa sem fór fram þann 26. apríl síðastliðinn.

Við útförina í Vatikaninu voru helstu þjóðhöfðingjar heims staddir, háttsettir embættismenn, forsetar og konungsfólk meðal annars. En Trump klæddi sig eins hann gerir oftast, í blá jakkaföt og breitt silkibindi, í hvítri skyrtu og í svörtum skóm. Þetta er sami einkennisbúningur og hann hefur klæðst frá tíunda áratugnum og telur hann enga ástæðu til þess að breyta til. Vanalega hefði hann ekki staðið út úr svona klæddur.

En þegar svona stórviðburður á sér stað, jarðarför páfans, er þá rétt að standa út úr?

Svartur er litur sem er iðulega tengdur við ásættanlegan klæðaburð jarðarfara í vestrænum heimi, þetta vita allflestir. Dökkgrár eða djúpur dökkblár litur gengur einnig. En Trump hefur sýnt það hingað til að sé lítið fyrir reglur og ráðleggingar og það gerði hann svo sannarlega með heiðbláu fötunum.

Reglur um klæðaburð er umræða sem fer í taugarnar á mörgum. Vissulega hefur umræðan breyst á síðustu árum, reglurnar eru orðnar frjálsari, en það eru nokkrir viðburðir sem ber að virða. Þetta eru jarðarfarir, brúðkaup, gala-kvöld og aðrir formlegir viðburðir.

Ströngustu skilyrðin hvað varðar klæðaburð við formlega viðburði er fínn jakki, buxur í stíl, hvít skyrta með plíseringum, slaufa og svartir skór. Vesti er valkvætt. Í dag þykir bindi í stað slaufu viðunandi.

Á Bandaríkjaforseti að fylgja reglum um klæðaburð eða eru þær …
Á Bandaríkjaforseti að fylgja reglum um klæðaburð eða eru þær úreltar? Mandel Ngan/AFP

Hluti af sögu og hefðum

Þó að reglur um klæðaburð gildi við þessa viðburði þýðir ekki að þinn persónulegi stíll þurfi að fjúka. Vilhjálmur Bretaprins klæddist dökkbláum jakkafötum með svörtu silkibindi og var vel innan marka. Volodymir Zelensky klæddist svörtu frá toppi til táar en jakkinn hans var í hermannastíl eins og hann er þekktur fyrir. Undir jakkanum var hann í svartri skyrtu.

Það er fátt stílhreinna en vel sniðin, gæðamikil svört jakkaföt við hvíta skyrtu. Ef þau eru ekki til í fataskápnum hefurðu afsökun fyrir verslunarferð.

Reglur um klæðaburð eru hluti af sögu og hefðum og sumar þeirra eru mikilvægari en aðrar. Þó að sumu fólki þyki reglurnar gamaldags þá er gott að hafa eitt í huga; þetta snýst ekki um þig. Þetta snýst um að sýna tilefninu virðingu.

 

Vilhjálmur Bretaprins við útförina.
Vilhjálmur Bretaprins við útförina. Isabella Bonotto/AFP
Volodymir Zelensky klæddist svörtum jakka í hermannastíl.
Volodymir Zelensky klæddist svörtum jakka í hermannastíl. Mandel Ngan/AFP
mbl.is